Blogpost about knits and crochet on bikes

Ég var bara eitthvað að dandalast, bara að ráfa í kökurússi útí búð hér á milli jóla og nýárs þegar ég rakst á þessa fínu prjónuðu hnakkhlíf. Ekki hversdagssjón þó svo að hér sé mikið um hjól og ég veit að “garn-samfélagið” er líka mjög stórt. Ég er á því að hér í Kaupmannahöfn eigi fólk að gera mikið meira úr því að hafa eitthvað prjónað eða heklað á hjólinu sínu. Og heima á Íslandi ætti fólk pottþétt að fá sér hlýja hnakkhlíf.

yarn on bikesÓtrúlega margt hægt að gera og margt af því ekki flókið.