Síðan stóra sjónvarpið okkar, eða stóra.. það er “bara” 32 tommur (svona miðað við sjónvarpsstærðartyppakeppnina sem virðist vera í gangi), var dæmt úr leik því það hefur ekki hæfni til að taka við útsendingum í hágæðum (HD) nema ég eyði formúgu í að kaupa eitthvað apparat fyrir það, svona sjónvarpsgervilim, hef ég s.s aftengt það og komið því fyrir inní stráka herberginu.

Ég hef líka breytt stofunni hjá mér og svefnherberginu  mínu. Stofan er núna rétt aðeins öðruvísi uppröðuð, ekkert mikið öðruvísi, íbúð með eiginlega ekkert veggpláss býður ekki uppá neitt svakalega marga möguleika nefnilega. En aðeins breyting og svo stakk ég í samband 20 tommu sjónvarpi ofaná saumakistlinum mínum.

OG ÉG ER AÐ ELSKA ÞAÐ!

Ég er svo að digga að vera ekki með allt ógisslega stórt og eitthvað.. bara fyrir. Ég elska að horfa á litla sjónvarpið og það er ekki í fullkomnum gæðum og það er dósahljóð í þessu sjónvarpi. Það er líka ÆÐI! Ég elska líka hvað litla sjónvarpið stendur fyrir, það stendur fyrir að:

A: Það er hægt að vera til án þess að eiga bestu, stæðstu og flottustu græjuna, lexía sem ég vil kenna úngviðinu.

B: Ég er einu litlu skrefi nær ætlunarverki mínu; að útríma áhorfi á þessu heimili.

Það þarf ekkert að vera í einhverri typpakeppni með sjónvarpsstærðina. Persónulega finnst mér hálf hallærislegt að líta innum glugga og sjá þar bara bíótjald og svo einhvern alveg steiktan að horfa á sjónvarpið. Sjálst er horft á sjónvarpið allan sólarhringinn, en það er sennilega útaf því að sjónvarp viðkomandi var svo stórt að það fyllti alla íbúðina og það var ekki hægt að sjá það ekki.