Fyrst ég hef ekki leyfi til þess að prjóna eða hekla fyrr en ég er búin að finna útúr þessu með munstrið á lopapeysunni sem ég er með á prjónunum, hef ég verið að finna hin og þessi góðu ráð á internetinu.
Að fundi dagsins:
Risadúskur?
Því ekki það. Allt sem þarf er dokka, snæri og skæri. Leiðbeiningar má finna á þessu bloggi.
Eða kannski mínídúskur?
Til þess að búa til pínulítinn dúsk má nota gaffal sem hjálpartæki. Mér finnst þetta nokkuð sniðugt. Leiðbeiningar má finna hér.

Mynd: Real Simple
Pappírsklemma! Góð hugmynd!

Mynd: Darn Knit Anyway
Pennagrip á heklunálina
Ég er einmitt oft að lenda í því að mér verður illt í fingrunum þegar ég er búin að hekla lengi með nál sem ekki hefur neitt hald. Þetta er snilldarlausn. Einhverstaðar sá ég líka að einhver hafði sett Fimo leir utan um heklunál, mótað hann eftir eigin haldi og svo bakað í ofni (til þess að herða leirinn). Það gæti líka verið sniðugt.
Svona pennagrip fást í A4 t.d

Mynd: Donna’s Decembers
..kannski ég fari að huga að blessaðri peysunni.
Leave A Comment