Ég fann nokkrar myndir úr síma Eiginmannsins. Sumar svolítið skemmtilegar og eiginlega allar svolítið óskýrar. Ætlar einhver að koma og kenna manninum að taka myndir?
2014-12-24-16.58.11

Litli rass. Hehe, hún er með sætasta rass ever!2014-12-31-18.09.43

Fjölskyldu áramótaselfie. Það hefði nú verið ágætt ef þessi mynd hefði ekki verið svona óskýr, þá hefði ég rammað hana inn.2015-01-12-21.31.52

Bjútíbína búin að leggja bílnum í stæðið og er að fara að lesa Trúfasta vini. Bækur sem voru til á mínu heimli og Eiginmannsins.  Ég man mjög vel eftir þessum bókum sem og Rökkursögum heima hjá ömmu. Reyndar gaf hún mér þá bók, eða hvort það er ein af þeim bókum sem ég fékk, í nýrri útgáfu. Mikið var það skemmtilegt.2015-01-12-21.32.18

Fagri getur, án nokkurra vandræða, verið ber að ofan, eða á náttfötum heila helgi. Það er akkúrat ekker mál fyrir hann að hafa það gott.
2015-01-23-10.29.34

Bjútíbína er byrjuð á vuggestue eins og fram hefur komið. Það hefur aldrei verið svona erfitt að láta barn byrja á leikskóla, á okkar heimili sko. Hún gargaði og grenjaði. Maður fór bara alveg í mínus og ég mátti sitja inná leikskólanum í heila viku.

Núna 4 vikum síðar, er þetta nú allt annað. Hún svoleiðis strunsar hér út úr húsi, og vinkar og lokar á okkur hurðinni að stofunni hennar. Þær sögðu mér þegar ég sótti hana í fyrradag að hún hefði nú kúkað tvisvar og þá væri þetta nú allt komið bara, ekkert eftir að gera nema fagna.

Verð að viðurkenna að frelsið sem fylgir því að hún sé þessa örfáu tíma sólarhrings að leika sér við aðra krakka er algjör himnasending fyrir mig. 2015-01-23-16.09.07

Nýja hjól frumburðarins. Hinu hjólinu var stolið. Ég get svarið það. Það er ábyggilega 10 hjólið sem við höfum átt sem hefur verið stolið. Núna förum við alltaf með öll hjól niður í kjallara, líka þó maður þurfi að fara aftur út eftir smá. 2015-02-03-15.17.59

Það kom snjór og svo fór hann. Sem betur fer náði hún að fara út í hann. Þessi myndi er tekin fyrir mánuði reyndar. Núna er vorið farið að kíkja. Gul og fjólublá blóm og laukar að gægjast uppúr jörðinni. Og ég er búin að kaupa fræ fyrir þetta tímabil í svalaræktinni.

2015-02-10-15.47.07

Var ég búin að nefna að þetta eru myndir úr síma Eiginmannsins? Svona fær maður að gera þegar maður bakar með pabba sínum.  Mjög einbeitt.

2015-02-10-15.47.11

 

Merkileg áferð á þessu hveiti. Best að dreifa því svolítið…2015-02-16-16.37.25Og þessi :) Núna er þetta orðið þannig að það er farið út er með vinkonu sinni og komið heim með einhvern sjeik. Það er af sem áður var að ég vissi með öllu hvað fór ofan í þau eldri. Það verður alltaf greinilegra og greinilegra að þau eru að byrja sitt líf sem sjálfstæðar manneskjur. Ég segi ekki að umskiptin séu alltaf eins og dans á rósum… eða eru þau kannski nákvæmlega eins og ef maður væri að dansa á rósum? Síðast þegar ég vissi voru rósir með þyrna sko.

Þau eru reyndar búin að vera enn duglegri en ég montaði mig af síðast. Hér á fimmtudaginn þurfti ég að biðja þau að passa. Það er alltaf ákveðin áskorun að passa smábarn á milli 16 og 20. En þau rúlluðu því upp eins og þau hefðu aldrei gert annað og þegar ég kom heim, höfðu þau eldað sér hakk og spaghettí.

Ég er stundum svo rasandi hissa! Kannski mér muni takast á endanum að ala hér upp sjálfstætt almennilegt óvælandi fólk sem getur reddað sér. Það væri óskandi.