Ji krakkar! Svo eru bara alltí einu liðnar 3 vikur án þess að ég hafi tekið eftir því. Ég byrjaði að undirbúa þennan bloggpóst þann 21.apríl… get ekki gefið sjálfri mér prik fyrir að vera afkastamikil í augnablikinu. Það sem mig langaði að sýna ykkur voru þessar myndir sem við tókum úti í skógi s.s um miðjan apríl eða svo. Myndasmiðirnir eru ég, Eiginmaðurinn og ekki síst vor eldri dóttir.

Við tókum myndirnar til þess að setja í Etsy búðina mína, þúst, þar sem ég er að selja það sem ég hef prjónað.

 

Hér erum við Eiginmaður. Hann er alltaf jafn heitur blessaður maðurinn. Fórum að gamni í lopapeysur sem mAmma R prjónaði á okkur um árið.

Þetta er uppáhalds myndin mín til þessa. Þvílíkar píur.

Það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki reynt að gera mitt besta til að líta út fyrir að vera prófessjónal módel. Flottast finnst mér samt hið náttúrulega tréverk þarna á bakvið mig.

madurinn-i-hnotskurn

Ég vildi auðvitað taka myndir af Eiginmanninum líka… hann er alltaf, ALLTAF samur við sig. Sem er kannski eins gott, kona veit þá við hverju á að búast.

bondinn-i-hnotskurn

Sko! Breytist ekkert. Það var NB ekki ég sem tók þessa mynd. Þetta er hann að dunda sér við að mynda meðan við vorum uppteknar við annað við Sprengja. Menn.

 

fagri-minn

Diddmundur Fagri. Hann unir sér betur en flestir inní skógi. Ég var að reyna að fiska uppúr honum um daginn hvað honum þætti gaman að gera. Það er alltaf lítið um svör við því einhvernveginn. Mér finnst hann svo skátalegur, þ.e gæti séð fyrir mér að hann væri í skátunum en hann heldur ekki. Hann vill nefnilega getað farið eitthvað og gert það sem hann vill, hann vill ekki láta segja sér hvað hann á að vera að gera t.d í skógarferðum sem þessari.


sunneva

Fröken mikið betra módel. Sjá hvað hún er flott! Og hress og skemmtileg.

sunneva-i-skoginum

Ég smellti henni auðvitað í eitthvað af prjónlesinu. Hún er glæsileg en er, eins og pabbi sinn alltaf hún sjálf… sem er ástæðan fyrir því að hún datt í trénu og fékk risa sár á kinnina…

stelpurnar

Systur í skógi. Mér finnst þetta geggjuð mynd. Ótrúlega flott einhvernveginn trjástofnarnir og svo þær í rauðu að leika.

skipt-um-fot

Diddmundur fíflast meðan Eiginmaðurinn er samur við sig að reyna að ná mynd af mér við að afklæðast.

sindri-in-the-woods

Fagri við trjástofnana. Vá hvað ég er hrifin af þessu svæði. Er eiginlega hálf forvitin að fara þangað núna til að sjá hvernig er umhorfs nú þegar sumarið er við að springa út.

eg-i-tre

Ég aftur. Ég var að íhuga að pakka niður dótinu mínu og flytja inná þetta tré.

eg-og-ljosmyndarinn

Mér finnst þetta eiginlega flottasta lopapeysa sem ég hef prjónað. Munstrið alveg eftir mínum smekk. Ljósmyndarinn duglegi þarna mér við hlið, þið sjáið að hún er ekki svo fjarri því að ná mér í hæð blessunin.

eiginmadurinn-fagri

Eiginmaðurinn í semi venjulegri stellingu.

eiginmadurinn-hjolar

Púhehh, eins og daninn segir. Ég veit ekki almennilega afhverju módelskrifstofan (eða Hagkaup) er ekki búið að hringja og bjóða honum milljónir fyrir að fá að mynda þetta fagra andlit, sem ég verð að segja að eldist mjög vel. Fertugur á næsta ári og flestir halda að hann sé bara 28. Það er auðvitað ég sem held honum svona ungum.
arna-in-the-woods

Og vinningsmyndin er! Sprengjan tók þessa mynd held ég örugglega. Er ekki tipikal að vera smábarn í skóginum með risa prik í hendi.