Ó minn Guð krakkar! Við lentum í svakalega furðulegum loppumarkaði niðri á Englandsvej. Vorum að hjóla rétt hjá þar sem við áttum heima og rifja upp minningar og duttum þá inná þennan tryllta loppumarkað.

Við eltum handmálað skilti sem á stóð Loppemarked. Við hjóluðum pínu efins framhjá því sem virtist eiginlega næstum því vera eins og fólk að gera sig tilbúið við að flytja búslóðina sína.

En það voru öngvir fluttningar í gangi! Út kom kona, askvaðandi, talaði með reykingarödd og hló dátt um leið og hún bauð okkur inn. Afsakaði roðið (ruslið) og sagði að þetta verkefni væri ” í vinnslu” og hló svo meira, alveg svona trölla hlátri.

Við fórum inn og MAÐUR LIFANDI!  H V A R fundu / fengu þau allt þetta dótarí?? Eiginmaðurinn fékk jafnvel aðeins úronum við að koma þarna inn. Hann er náttúrulega annálaður drasl elskandi. Þetta var osom, en bara fúkka, raka, sveppa lyktin þarna inni var nóg til að mig langaði kannski ekki að kaupa mér sófa sem hafði staðið þarna inni í meira en sekúndu.

Ég spurði hvort þetta væri svona bara í eitt skipti opið, – nei, þetta er opið allar helgar, allan sólarhringinn. Jámm, síðasti kúnninn fór þaðan klukkan hálf þrjú nóttina áður. Vá hvað þetta er merkilegt og vá hvað það var mikið dót.