Mig langar svo í saumavél að ég get ekki farið að sofa fyrir því.

Það er óþolandi að hafa þurft að nota allt nema 69 kr  af þeim tæplega 900 sem ég var komin með.

Þurfa þessi börn endilega að fá eitthvað að borða?

Ég get ábyggilega ekki safnað fyrir saumavél. Það endar alltaf þannig að ég þarf að nota það sem ég hafði geymt. Líka þó að sparnaðurinn geymist í flottri krukku.

Ég er að hugsa hvort ég eigi kannski bara að selja peysuprjòn,  lopapeysur bara, upp gripinn sem kostar 3495 en ekki 3700.

Afhverju á ég ekki bara afmæli aftur?

ohhh hvaðetta er erfitt.