Já börnin góð. Ég er búin að hugsa um að skrifa í mína ástkæru dagbók (þetta blogg) í næstum mánuð, eða amk í heila viku. Það er mega erfitt að fá frið fyrir þessum lýð sem ég bý með til að gera nokkurn skapaðan hlut.

Ég: “má ég blogga”
Lýðurinn: “NEI”

Ég: “má ég fara ein á klósettið”
Lýðurinn: “NEI”

Ég: “má ég fara að sofa þegar ég er þreytt”
Lýðurinn: “NEI”

Þau eru með eindæmum frek.

En hér er ég komin, klukkan 00:11. Stundarfriðurinn næstum því að verða búinn því Bjútíbína er að vakna eftir enn einn 20 mínútna lúrinn. Hún er með kvef og sefur illa.

EN! Það þýðir ekki að baula yfir því, sérlega ekki þegar maður hefur upplifað metróferð eins og við Eiginmauðrinn upplifðum hér í gær. Hvert vorum við að fara.. jú, við fórum niður í bæ til þess að sækja pakka á pósthúsið, í honum voru 4 dekk undir barnavagninn, sem er svo vel notaður að næstum öll dekkin voru ónýt.

2015-02-07 12.54.34

OK. Fyrst ber að nefna að þetta eru ekki við sem erum að kela þarna í miðri Metró. Yfirleitt finnst mér bara sætt þegar fólk er að kela svona hér og þar. Þetta var hinsvegar eitthvað annað. Eitthvað klént og eitthvað óviðeigandi.

Kannski var það hárgreiðslan hans, ég sá aldrei konuna, eða þessi ótrúlega ekki flotti rússkins jakki sem hann var í. EÐA, gallabuxurnar hans. Lítum aðeins betur á rasssvæðið:

2015-02-07 12.54.27

Hvað er hann að gera með brækurnar svona hátt uppi? Eru þær ekki líka hálfu númeri of litlar?

Það er síðan eins og hann sé í ömmunærbuxunum mínum, þú veist, þessum ótrúlega þægilegu útaf því að þær eru fastar utan um rassinn, en eru ekki komnar inní hann. Því miður búa svoleiðis nærbuxur til lítinn broskall á bossann og í sumum tilfellum er pínulítið eins og íverandinn sé með bleiu.

Hvernig þessi gaur fór að  því að yfirgefa lestina án þess að falla í gredduyfirlit (því allt blóðið var þú veist hvar) er mér óskiljanlegt.

Hann nuddaði sér upp við dömuna eins og hann væri með flatlús og engar hendur og hún væri grófur girðingarstaur sem gott er að klóra sér á.

Þetta var svona atriði þar sem mann langar ekki að horfa en getur ekki hætt.

Við verðum aldrei söm eftir þessa upplifun!