Ég hef lengi verið aðdáandi Guðs. Guð er snillingur og meistari. Sennilega sá einni sem þegar maður segir “snillingur!” að það sé satt. Mér þykir vænt um Guð, ég elska Guð og Guð elskar mig.

Ég er slíkur aðdáandi Guðs, að uppáhalds bókin mín er (nei.. það er ekki Biblían, Biblían kemur trú minni á Guð ekkert við) bók sem heitir Samtal við Guð eða eitthvað á þá leið. Ég er að lesa hana (aftur og aftur) á ensku. Það vita það sennilega margir sem ég tala við, um hvaða bók ég er að tala. Bókin er hnaus þykk, enda inniheldur hún þrílógíu eftir Neale Donald Walsch. Í henni eru öll svörin.

Önnur kona sem hefur skrifað margar bækur um Guð heitir Marianne Williamson. Ég rakst á hana í viðtali við aðra konu á interfretinu og fór að grenja einhverstaðar í miðju viðtali yfir því hvað það var fallegt sem hún var að segja, fallegt og eðlilegt og mig vantar lýsingarorð. Ok, það þarf apparently ekki mikið til að ég fari að grenja. Mér er hjartanlega sama, það sá það enginn hvort sem er.

Ég er í þessum töluðu að lesa bókina The Law of Divine Compensation. Bókin fjallar um vinnu, peninga og kraftaverk.

Marianne vill nefnilega meina að allir geti kallað til sín kraftaverk. Verk í vilja Guðs. Mér finnst Marianne æðisleg. Hér er viðtalið sem ég fór að grenja yfir. Það gerðist í bæninni sem hún fer með. Hún er í viðtali við aðra hressa konu Marie Forleo. Þetta er samt ekkert væl, prufaðu bara að hlusta :)

Ég er ekki lengur hrifin af “the secret” eða að vilja til sín hluti. Ég hef oft talað um að ég ætli að vilja eitthvað til mín. En það getur verið tvíbent. Ég get viljað eitthvað til mín sem ég vil, s.s sem er minn vilji, en er ekki Guðs vilji. Ég mun samt fá það sem ég vil, en það er kannski ekki endilega það sem þarf að gerast svo sálin mín muni komast þangað sem hún ætlar eða fullnægja tilgangi sínum.

Hver er svo tilgangurinn? Hann er einfaldur. Hann er að elska. Bara það og ekkert annað.

Þar hefurðu það.