graenkalJáhh! Það er aldeilis magn af grænkáli og blessaðir stönglarnir eru ekki hættir að framleiða. Þurfti barasta að létta á þeim. Grænkálið og reyndar líka fjólubláa grænkálið er duglegasta kálið.

Spínatið er ennþá eins og ég hafi sáð því í gær, þvílík vonbrigði, kominn 6.ágúst. Brokkólíið er bara búið að framleiða risastór blöð en ekkert kál. Mikið er ég fúl yfir því. Selleríið er bara svona lítið og sætt, hafði ekki hugsað mér að taka það upp fyrr en í enda ágúst.

Eins gott að það sé eitthvað undir kartöflugrösunum, annars er ég flutt eitthvað annað.

Hvað á ég svo að gera við allt þetta grænkál? Mér hefur dottið ýmist í hug.

  • Borða það náttúrulega, þetta er bara of mikið, myndi ekki ná því sennilega
  • Skera niður og frysta ferskt
  • Skera niður, sjóða aðeins og frysta
  • Senda það í gegnum safapressuna, setja vökvann svo í klaka box eða poka og nota í einhvern svakalegan hollustudrykk.

Ég er svo erfið í eldhúsinu að ég veit ekki í hvað annað en kjötsúpu ég ætti að nota frosna grænkálið. Ég er bara ekki að elda kjötsúpu það oft.