arna-tannburstar

Hún er nú meira barnið þessi Bjútíbína. Hún er á þeim stað í lífinu þar sem hún hermir eftir bókstaflega öllu. Það er því engu að skipta hvort ég sleppi ryksugunni, skúringakústinum, músinni, símanum, tölvunni, heklinu, prjóninu, blómunum, vatninu, matnum eða bara skiptir ekki máli hvað, hún mun hafa það í hendi fyrr en varir.

Líka að tannbursta, tuffa og skola. Getur verið háskaverk að vera við vaskinn eins og hinir.

Allt í rónni bara samt. Hugsa um að fara að kenna jóga aftur. Er ekki alveg kominn tími á það?