Hér er ennþá stuttbuxnaveður. Það er tótal snilld. Við Fagri fórum í karate í hádeginu, þá hann ekki ég og við þurftum að stoppa á miðri leið því mér var svo heitt í þunna jakkanum mínum.

Mér finnst alveg gasalega gott og þægilegt að sitja í íþróttahúsinu meðan hann er á æfingu. Stundum sit ég inni á æfingunni og horfi. Stundum frammi, eftir hve mikil læti eru frammi. Í dag var júdó mót frammi svo ég sat bara inni. Það er svo mikil kyrrð í karatetímaum. Sjor, það eru öskur og svona karatehljóð í krökkunum en það er ekkert annað í gangi þar. Ekki nema prjónarnir mínir eða heklunálin sem gengur í höndunum á mér á sjálfusér. Nei ég meina það eru bara allir að gera karate. Ekki milljónhundruðogsjö áreiti á sekúndu. Bara karate og ekkert annað.

Það er þetta ástand sem ég sæki í þegar ég fer í yoga. Það er ekki hægt að hugsa um neitt annað. Heldur ekki í sundi, sko ef maður syndir. Eða það er amk mín reynsla.

Ég sakna þess að geta ekki bara dottið inní svoleiðis són í mínum hversdegi. Són þar sem ég þarf ekki að huga að því hvað er að gerast í símtækinu, tölvunni eða sjónvarpinu. Eða hvað krakkarnir eru að gera í símtækinu, tölvunni eða sjónvarpinu. Draumaheimur þar sem ég þyrfti ekki að fara í búð og láta segja mér hvaða vara er best.

Reyndar er ég hætt að trúa hvorki einu né neinu af því sem stendur utan á vöruumbúðum. Finn á krökkunum hinsvegar að þau eru farin að spá í þessu. Vilja fá svona tannkrem sem gerir tennurnar hvítari. Held ekki að það sé til. En ég er hætt að trúa þessu öllu. Þokkalega komin með uppí kok á að “láta” segja mér hitt og þetta. Er ekki fólk almennt orðið það meðvitað að það er ekki að trúa því sem stendur á umbúðum?

Númm, aðeins af okkur. Þrettándinn (eða ætti ég að byrja að kallan hann hr. Hormóni?) og Sprengjan hafa það gott og þau öll. Eru dugleg í skólanum. Fagri mun skipta yfir í Skolen Paa Islandsbrygge innan skamms.

Bjútíbína er í sínum eigin skóla. Ok frábært að ég hafi tekið mynd yfir draslið hjá okkur.. það er að vísu ekkert í fyrsta skipti. Afsökun mín er shit happens.

Hún hefur t.d lært að koma sér uppá stól við matarborðið. Sjæse hvað hún var góð með sig að borða (lesist: hamra með gaffli) af disknum mínum. Taktu eftir að hún er búin að taka allan matinn sinn og setja hann vil hliðina á disknum sínum. Ég nenni ekki að ræða hvernig gólfið leit út.

arna-komin-uppa-stol

Eða nenni ég því kannski? Ég var ein heima í kveld og hafði ekki bara fengið eina heldur tvær snilldarhugmyndir þegar ég var í þann mund að byrja að elda kjötbollur og kartöflur. Mér fannst endilega að ég yrði nú að gera sósu með matnum. Ég er aldeilis ekki nein sósumanneskja þannig ég veit ekki hvaðan það að langa svona svakalega í sósu (ég er ekki með 5 barni… ekki einusinni fara þangað!). En ég gerði sveppasósu úr svona smjörbollu. Sósan bragðaðist bara eins og hveiti. Engin snilld þar á ferð. Hin hugmyndin sem ég fékk var að baka súkkulaðibitakökur.. aftur, gerði súkkulaðibitakökur líka í vikunni. Það mætti halda að ég væri að reyna að fitna geðveikt. Tók mig klukkara að rumpa af kjötbollum, kartöflum, salati, sósu og smákökum. Eldhúsið var eins og eftir loftárás að sjálfsögðu.

Ég tók til og tók til, sópaði, ryksugaði og vaskaði upp það sem ekki komst í vélina. Snéri mér svo við og sá þetta:

arna-og-kornflexid

Jebb. Kornflex í rassnum. Það finnst henni bara fínt sýndist mér. Ég reif hana frá þessu og ryksugaði, aftur. Ég skilaði ryksugunni og kom þá auga á að hún hafði náð að krækja í smjördolluna en hana dró hún með sér niður á gólf og setti hnefann á bólakaf í smjerið og át með bestu lyst. Ennþá nakin, já, já.
arna-stal-saltstongunum

Þetta er af öðrum degi. Þarna var ég búin að gera ein af mörgum mistökum en ég ákvað að taka til í dolluskápnum (þar sem plastdallar og kökuform eru geymd). Færði kökuformin annað og bara dollur í neðri. Þurrmatur í efri  hillunni. Þarna er frökenin að gæða sér á risasaltstöngum sem ég fann útí Nettó. Hún geðveikt að standa í því að taka til í þessum fjárans skáp líka.. aftur og aftur og aftur.

arna-uti-ad-labba

Frá enn öðrum degi. En þá fórum við út að labba. Svolítið gaman og svolítið hættulegt. sindri-a-sparibuxunum

Fagri er eiginlega stóri. Hann er kannski ekki nema 5cm lægri í loftinu en Sprengjan þrátt fyrir að hann sé 8 ára en hún að detta í 12.  Hann fór í afmæli og kom alsæll heim. Ég elska þegar það gerist.