Eins gott að bloggið dó ekki bara. Ég hefði þurft að kaupa legstein og grafa það við viðhöfn. Syngja sálma og svoleiðis.

Hef verið að velta einu fyrir mér.

Það er formáli, eða útskýringar kannski frekar. Orðið ljós þýðir ljós, móðir þýðir móðir, danska orðið jord þýðir mold og danska orðið mor þýðir móðir.

Hið ástkæra ylhýra er, fyrir mér oft fyndið og á köflum asnalegt og mikið sem fólk getur bögglast yfir því hvort segja eigi að eða af og hvort hitt og þetta sé rétt eða rangt. Verst af öllu þykir mér allar stafsetningarvillurnar á fréttamiðlunum. Það er ferlega eitthvað .. halló.

En orðið ljósmóðir finnst mér fallegt, það er jú barn að koma í heiminn, svona í átt að ljósinu, kemur útí ljósið og ljósmóðirin þarna við enda opsins (í mörgum tilfellum amk). Fallegt orð yfir fallega starfsstétt.

En þarna skeit daninn uppá bak og kallar sínar ljósmæður “jordemor”… moldmóðir?? Moldarmóðir. Móðir mold. Ekkert rómantískt við það.