Nei, nei, ég hef ekkert legið á gólfinu grenjandi síðan síðasti póstur. Hér hefur auðvitað verið nóg að gera.

sunneva-og-trompetinn

Við fórum á tónleika hjá lúðraþeytaranum. Hún spilaði að sjálfsögðu íslenskt jólalag og það með stakri prýði eins og alltaf.

arna-og-sunneva

Það er líka búið að vera svolítið um kúr fram eftir degi. Það er alltí lagi upp að vissu marki, reyndar hef ég eiginlega óbeit á kúri og kósý. Eiginlega stekk ég alltaf frammúr um leið og færi gefst, eftir að ég er vöknuð þ.e.a.s.  Bjútíbínu þótti náttúrulega æði að komast í smá knús inni hjá stóru systur.

mestu-krutt-i-heimi

Mikið sem við, eða þá aðallega ég, höfum verið að berjast fyrir því að þetta barn fari að sofa þó ég sé ekki við eða bara sofa yfir höfuð á kvöldin. Ég er komin með alvarleg fráhvarfseinkenni frá sjálfri mér, þá að þeirri athöfn að gera eitthvað, þó það sé ekki nema að fara í langa klósettdvöl án þess að hún sé með eða sé bankandi, kallandi og grenjandi fyrir utan.

En þarna sofnaði hún samt um kvöldið. Þetta barn og þessi maður, úff.. ég veit ekki, ég er bara alveg yfir mig ástfangin.

arna-kaupir-dot

Við fórum í verslunarleiðangur, einn af frekar mörgum. Hún vissi alveg hvað átti að kaupa. Hún vissi líka í hverju er best að vera þegar maður verslar.

a-vellinum-ad-saekja-ommu

Ég veit ekki og ég endurtek, ekki, hvaðan svipurinn á Táningnum kemur! Haha, frekar fyndið. Við fórum á völlinn hér síðastliðið föstudagskvöld og sóttum mömmu L. Spennan var ótrúleg.

baka

Það hófst jólabakstur um leið og hún kom innúr dyrunum (eða daginn eftir). Hér var vippað í nokkrar sortir og kleinur. Á meðan teiknuðu börnin og ég þvældist fyrir.

arna-bordar-smjorid

Bjútíbína er alveg eins og öll önnur börn. Fyrr en varði var hún dottin í smjörið. Búin að bora puttanum vel og vandlega ofaní dolluna og mokaði uppí sig.

sindri-heftari

Hver fjölskyldumeðlimur aðhefst mismunandi hluti. Fagri heftaði.

garnid

Ég átti við garnið og…

pakka-inn

…pakkaði pöntunum sem áttu að fara í póst.

arna-prjonar

Hún prjónaði…

arna-komst-i-skoladotird…og komst í skóladótið hans Fagra.  Reyndi samviskusamlega að koma því öllu oní nestisboxið hans (þar sem pennaveskið er) og át síðan gamla nestið sem í því var.

arna-og-frimerkin

Við gerðum jólahreingerningu og tókum meðal annars til í skápunum. Maður getur kannski ekki verið í öðru en S-inu sínu þegar svona mikið af litlum bréfbútum með mynd eru útum allt.

joladagatal

Jóladagatalið í ár. Sprengjan skreytti og inní þessum stjörnum er síðan eitt og annað. Aðallega nammi pínu, tívolíferð, sundferð og svona eitt og annað. Við nefnilega breytum útaf vananum í ár og hér verður enginn skór settur í gluggann. Í staðinn höfum við þetta dagatal og svo jólasokk á aðfangadag. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun. Eiginlega var ég komin með hálfgert ógeð á tilhugsuninni um 48 litlar gjafir sem væru hvort sem er ekki neitt. Vel þá heldur eina almennilega. Enginn mótmælti, allir voru spenntari fyrir sokkagjöf.

rosir

Síðast en ekki síst. Ég hef ákveðið að eiga sem oftast afskorin blóm. Þetta er þriðja rósabúntið sem ég kaupi mér. Þær eru 15 rósirnar og kosta ekki nema 20 krónur. Þær gefa og gleðja og þá finnst mér í lagi að kaupa þær. Jólahrúgan (aðventu “kransinn”) í bakgrunni. Bjútíbína er að sjálfsögðu búin að endurraða honum nokkrum sinnum og rústa nokkrum jólakúlum.

Þá eru bara alveg að koma jól! Er maður að trúa að enn eitt árið hafi fokið hjá? Nei, ekki alveg, en ég finn skipulagsþörfina fyrir nýja byrjun á nýju ári vera stækkandi.