Besta fjárfesting ever eru árskortin í Tivoli sem við keyptum um daginn. Það þýðir að við Eiginmaður getum farið inní Tivoli alltaf þegar það er opið og krakkarnir geta farið inn og fengið Turpas, eða svona armband sem gerir að þau komast í öll tækin. Við fórum í fyrstaskipti á þessum kortum á laugardaginn.

Einn vantaði. Hann var of upptekinn í sósíalnum.

IMG_1709

Þokkalega spennt í röðinni á leið í parísarhjól.

IMG_1713

 

Í parísarhjólinu. Sennilega mjög gott útsýni en það veit ég ekkert um, hef ekki farið í tívolítæki í áraraðir.. eiginlega raðir af áraröðum.

IMG_1710

Mér finnst allt heillandi við þennan stað. Meira að segja blómin eru í stíl við að eiga heima í tívolíi.

IMG_1712

Kanntsteinarnir eru hjartalaga, að sjálfsögðu, enda ekkert skemmtilegt við venjulega ferkanntaða, þegar maður er í ævintýralandi.

IMG_1717

Mega sæt sjoppa, reyndar allt útí allskonar búðum og skálum með hinu og þessu sem hægt er að kaupa sér. En þessi sjoppa hefur nefnilega svo flott þak. Ég vil flytja þangað.

IMG_1716

Flottar flísar. Ég ætla líka að hafa svona í framtíðarhúsinu mínu.

IMG_1727

Eiginmaðurinn og Sprengjan tættu af stað í adrenalínkasti og fóru í hin og þessi tæki sem voru ekki að skapi okkar Fagra. Við fórum í leiki í staðinn og röltum um og skoðuðum svæðið.

IMG_1724

 

Við tókum kleinurnar með okkur og Eiginmaðurinn og Fagri höfðu keypt jarðaber og kirsuber á leiðinni frá karate og niður í tívolí. Þetta var svo frábært. Sitja í sólinni og hafa það huggulegt og borða sæt ber og mega seigar kleinur.

IMG_1723

Eiginmaðurinn að virða fyrir sér lífið á grasflötinni.

IMG_1745

Við toppuðum svo ferðalagið með því að gera okkur glaðan dag á svölunum. Grilluð kjúklingaspjót ala Eiginmaðurinn (það er allt gott sem hann eldar).

IMG_1729
Hann og Bjútíbína sátu á móti okkur. Svo sæt bæði.