Við fórum til Malmö um páskahelgina, á laugardeginum þ.e. Það var meirihátta flott vorveður, sól og mælir á vegi okkar sýndi 15 gráður í plús. Auddað stóð sá mælir í húrrandi sólskini, en samt, ég get sagt að það hafi verið 15 gráður.

Ferðin tók furðulega langan tíma, svona miðað við að við búum við hliðina á lestinni og vorir vinir í Malmö búa líka mjög nálægt lestinni, þá voru 2 tímar mjög langur tími. Það er landamæra eftirlit sem þýðir að við þurfum að fara út á Kastrup, sýna passann og fara aftur í lest. Tekur allt tíma.

hiss

Fyrsta sjón, þó ég hafi oft komið í Malmö, var orðið Hiss fyrir lyftu. Hehe, mér finnst það frekar flott orð yfir þetta apparat.

sindri-a-bru

Við fórum í langa göngu í kringum miðbæinn og eftir ströndinni í góða veðrinu. Hér: Fagri á brú. Ég hef sérstaklega gaman af því að mynda brú-útsýni.

menn-a-ferd

Fórum í gegnum almenningsgarð líka. Þessir menn taka sig vel út og drengirnir þeirra líka. Mér fannst garðurinn fallegur en áberandi hvað hann er minna gróinn heldur en garðarnir hérna megin. Hérna megin fæ ég á tilfinninguna að gróðurinn hafi skotið mjög djúpum rótum en í Malmö fannst mér eins og garðurinn væri nýr og bara með rætur uppi við yfirborðið.

folkid-mitt

Eiginmaðurinn, vorir gestgjafar í Malmö og trén í kirkjugarðinum sem við fórum í gegnum.

bru-view-1

Svo fallegt útsýni af annarri brú.

Við áttum s.s dejlig dag í Malmög þar sem við borðuðum góðan mat og skröfuðum um heimsmálin. Það er alltaf jafn gott að hafa vini nálægt, sérlega þessa vini :) HJARTA!

arna-a-leid-heim-fra-malmo

Bjútíbína á leiðinni heim. Það var seint um kveld en henni kippir í kynið (amk í okkar litlu/stóru fjölskyldu) því hún lék á alls oddi og sofnaði ekki fyrr en rétt áður en við komum inn um hurðina heima um kl. 23.

Við skildum eldri börnin eftir heima en það er ný upplifun fyrir okkur að vera bara 4, hjón með 2 börn, þegar við förum um borg og bæi. Það er óratími síðan það var þannig og það var líka svaka stuttur tími, kannski 4 ár eða svo. Svona er þetta bara. Við erum að sleppa af þeim tökunum einn þráð hér og annan þráð þar.

born-og-pabbi-a-leid-heim

Mannskapurinn þreyttur en glaður.

Elska góða daga.