maturMikið væri lífið ljúft ef ég væri alla daga dugleg að fá mér eitthvað gáfulegt að borða. En þegar ég fæ mér eitthvað hollt sem er líka gott þá verð ég bara svona líka ánægð með sjálfa mig og verð að deila.

Mér þykir hinsvegar svo leiðinlegt að lesa um mat þar sem orðin frábær, æðislega, himneskt, geggjað, ótrúlegt og fleira í þeim dúr tröllríður textanum þannig að maður er eiginlega kominn með hálfgerða velgju við lesturinn.

Eru virkilega allir að elda eitthvað stórkostlegt í hvert einsta skipti? Aldrei neitt sem er alveg étandi en er samt bara mehh á bragðið?

Hvað varðar brauðréttinn hér að ofan þá fékk ég hugmyndina að undirstöðunni einhversstaðar á blogginu hennar Aldísar s.s ristað brauð með avókadó. Ég bætti við spínati ofaná og eggi úr garðinum ofan á það. Mjög gott og hentugt að henda í.

Síðan vil ég fá að vita hvaða menn þetta eru sem alþingis menn og aðrir opinberir ræðarar eru að tala um í sínu máli…” menn verða að gera sér grein fyrir því að…”, “menn verða að athuga að…” …