About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Uppí rjáfri

Félagsbúsmeðlimir hafa nú komið sér þokkalega fyrir uppí rjáfri á Englandsvej 38D á Amager í Kaupmannahöfn. Þetta er geisilega fín íbúð að mér finnst. Ég á alveg eftir að taka myndir, enda er ekki allt komið á sinn stað ennþá, það er í vinnslu. Það var allt gróflega komið upp þegar Bóndinn mætti heim úr

2015-05-19T12:45:22+02:0012. ágúst 2008|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Netlaus = allslaus

Nú er ég tengd heima hjá AHG. Ég veit ekki hvenær ég fæ netið heim til mín. Lenti í einhverjum vandræðum með þetta… þar sem ég bý núna í skýjakljúfi þá nær ekki tengingin betur þar uppeftir að ég varð að taka exekkjútíff ákvörðun um að sleppa því að vera með heimasíma. Það er í

2015-05-19T12:45:22+02:006. ágúst 2008|Categories: Lífið og tilveran|3 Comments

Kassar og fleiri kassar

Það er furðulegt hvað það kemur alltaf í ljós hvað maður á í raun mikið af dóti.. það óvenjulega við þennan flutning var að ég henti engu. Alltaf þegar við höfum staðið í flutningum þá hefur helmingnum verið keyrt beinustuleið í tunnuna. Við grysjuðum bara svo svakalega áður en við komum hingað að við erum

2015-05-19T12:45:22+02:0031. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Po fimmte sal

Það hlítur að vera ánægjulegra að vera veðurfræðingur í öðrum löndum en á Íslandi. Það er örugglega betra fyrir þá sem elska að hafa rétt fyrir sér öllu heldur að vera veðurfræðingar í öðrum löndum en á Íslandi. Hér hefur svo sannarlega staðist að veðrið hefur verið nákvæmlega eins á kortinu sem ég póstaði síðast.

Númm,

2015-05-19T12:45:22+02:0028. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Flytja í besta veðrinu

Ég veit ykkur þykir skemmtilegt þegar ég monta mig af veðrinu hérna. Og það er einmitt þessvegna sem ég pósta þessa mynd af veður spá helgarinnar eða næstu viku öllu heldur. Eins og sjá má verður glennu sól og upp undir 30 stiga hiti. Í þessu ætla ég að flytja. Shit. Ég pósta þetta líka

2015-07-19T00:56:20+02:0025. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|3 Comments

Í alvöru

Í alvöru..engin komment til mín???

Hann sem leigir okkur tilvonandi íbúð hringdi til mín í dag og sagði að ég gæti bara farið þar inn eftir helgina..þegar hann er búinn í sumarfríi. Það er mjög vel.

Svo hefst bara allt þetta sem ég stóð í fyrir ári..sækja um hitt og þetta, húsaleigubætur á ég við og tilkynna

2015-05-19T12:45:20+02:0023. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|5 Comments

Det var noget pis

Fjandakornið. Ég neyðist til að svíkjast undan hinni fínu málverkaherferð minni. Ég er að vísu að fara að mála, en bara með hvítu og á veggi heimilisins. Það atvikaðist þannig að við fáum íbúðina sem við ..vorum búin að fá (flókið mál) og þessvegna erum við Sindri búin að vera í flutningaundirbúningi. Við fórum og

2015-05-19T12:45:19+02:0020. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Málverk númer 3


Egg í móa, olía á striga

Ég hef enga afsökun fyrir því að hafa ekki póstað neina mynd í gær. Ég gerði mynd, kláraði hana áðan en hún var bara svo arfa ljót að ég neyddist til að henda henni. Þessi mynd er miiikið flottari..hehe.

2017-01-17T13:55:48+01:0018. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Málverk númer 2

16_juli_2008
Kaffibolli, olía á striga

Og hér er þá mynd dagsins. Hún heitir Kaffibolli…því þetta er kaffibolli, kaffibolli eins og allir vorir kaffibollar en á þá vantar öll eyrun.

Sindri á tvær kærustur..eða tvö börn, ég er ekki viss hvort

2017-01-17T13:55:48+01:0016. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|8 Comments

AfmælisBóndi

Það vita nú flestir að Bóndinn á afmæli í dag. Nú fyrst er hann orðinn maður mætti segja. Hann fær enga afmælisgjöf frá mér, enda er það kallinn sem á að gefa konunni en ekki öfugt..hehe
En í tilefni dagsins þá setti ég saman enn eitt myndabloggið. Ég fór í gömlu ferðatöskuna góðu, sem kom ásamt

2017-01-17T13:55:48+01:0015. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Með tímann við hliðina á mér

Tíminn er mér hliðhollur. Ok, ég skal ekki röfla meira yfir Einverunni. Nema ég skal nú segja yður það að ég fékk þá líka þennan ágætis tíma um helgina til að taka til. NEMA hvað. Ég ætlaði kannski ekkert að detta oní það en þegar Sindri er annarsvegar þá kemur ekki til að maður setjist

2017-01-17T13:55:48+01:0014. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Þóknast fólki

Ég er nú svo þýð í samskiptum og geri allt til að þóknast fólki. Hér er því myndablogg :) Ég myndi síðan örugglega taka rosalega mikið af myndum til að minnast þessarar Einveru sem stendur yfir í höfuðstöðvum Félagsbúsins síðar…en hr. Bóndi hefur tekið öll minniskortin með sér í sveitina á Íslandi, nema hugsanlega eitt

2017-01-17T13:55:48+01:0013. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Express

Fyrir hönd Félagsbúsmeðlima er fóru til Íslands ætla ég að baula yfir flugferð þeirra. Þetta væri auðvitað mun reiðilegra hefði ég lent í þessu sjálf, en sem lið í að bæta hversu eigingjörn ég er ætla ég að pústa fyrir hönd þeirra um flugferðina.

Þau innrituðu sig og fengu sæti saman, þrjú öðrum megin og einn

2015-05-19T12:45:19+02:0011. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|5 Comments

Með sex ferðatöskur

Ég var að koma heim núna rétt í þessu eftir að hafa fylgt liðinu mínu útí Metró. Ég afber ekki að fara með þeim allaleið á völlinn..Þau fóru alveg með sex ferðatöskur, að vísu allt handfarangurs töskur nema sú sem Lóa var með, því hún var jú að koma með hrygg og annað góðgæti handa

2015-05-19T12:45:18+02:009. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Hressandi

Hér er jú allt við það sama. Að vísu eins og ég nefndi styttist óðum í að ég og sá sem er gróinn við minn æðri enda verðum skilin eftir hér í Danaveldi. Já ég segi skilin eftir.. Afleggjararnir eldri fara í fjölskylduheimsóknir margar og öfundum við af því. Bóndinn fær
2017-01-17T13:55:48+01:007. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Félagsbúsmeðlimir bornir út

Ég er ekki að meina að ég sé að troða þeim innum bréfalúgur hjá nágrönnunum.. nei, það eru næstum allir félagsmeðlimir að fara til Íslands á miðvikudaginn og koma ekki aftur fyrr en síðla sumars. Þau fara Gvendi og Sunna og líka Þorvaldur.
Hann ætlar að halda til á Hvolsvelli ..í tjaldi..hann auglýsir eftir græjum til

2015-05-19T12:45:16+02:005. júlí 2008|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Myndablogg

Hér eru nokkrar myndir héðan. mAmma Lóa verður komin hingað eftir sólarhring rúmlegan. Börnin eru að springa..Sindri syngur aaaammma Lóóóóaaaa…nanananaaaa…ammmmmma Lóóóaaa og hinir rífast um hvort það voru þrír eða tveir dagar þar til hún kæmi, í fyrradag.

2015-05-19T12:45:16+02:0030. júní 2008|Categories: Lífið og tilveran|3 Comments

Langt á milli

Já, full langt á milli hérna allt í einu.. ég hef hinsvegar haft í nógu að snúast. Það felst mestmegins í því að snúa mér frá skrifborðinu, í skrifborðsstólnum, til að ná mér í e-h að drekka svo ég ekki drepist við borðið, og svo að snúa mér aftur að því sem ég hef svona

2017-01-17T13:55:48+01:0026. júní 2008|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments

Ekki minn þvottur

Svo var það fyrir átta árum
að ég kvaddi það með tárum
að brjóta saman Bóndans þvottinn
hann yrði bara’ að vera (kaldur og) loppinn
ég hjarta mínu fylgdi á meðan…

Hver veit nema (fata)skápurinn okkar
(efnis)lítill kjóll og (hné)háir sokkar
hittist fyrir hinum megin? (ef hann er í efnislitla kjólnum og hnéháum sokkum..þá held ég ekki..)
þá getum við í gleði okkar
keypt

2015-05-19T12:45:16+02:0017. júní 2008|Categories: Lífið og tilveran|4 Comments
Go to Top