DSC_0028Fyrst smá af Smábarninu. Mikið er hún nú sæt. Þarna með bleika bangsan sem Búnglingurinn bjó til handa henni í handavinnu í vetur. En fallegt.

DSC_0029Örverpið mitt fagra að prufa að halda á Smábarninu. Hann sagði þegar ég rétti honum hana “oj, vond lykt”. En sýnist hann nokkuð sæll með hana samt. Nema lyktin hafi verið af mér.. hvað veit maður. Þarna er hún 5 daga, það er nú ekki mikið. Gaman að segja frá því að þó það sjáist ekki vel þá er fröken Smábarn með svona hvíta lokka eins og bróðir sinn, á nákvæmlega sama stað á kollinum og hann, nema bara mikið minna.

DSC_0032Örlítið eldri að kúra hjá karli föður sínum. Þau eru bæði jafn einbeitt, hann við að skoða eitthvða mjög mikilvægt í tölvunni og hún við að sofa og vera algjört krútt.

DSC_0035Og þá að allt öðru. Að ræfilslega garðinum mínum. Þarna er afgangur af hrúgu sem ég er búin að vera að vilja með huganum í burtu af gangstéttinni minni án minnar aðkomu við að fjarlægja hana. Það hefur alls ekki borið neinn árangur. Þannig að um leið og ég var búin að gjóta fór ég út með brotna gaffalinn minn og byrjaði að gaffla hrúguna í burtu. Það gekk vel þangað til að smá var eftir en þá kom í ljós að það var geitungabú inní hrúgunni. Nánar tiltekið undir næstsíðusta þökubútnum. Mjög óheppilega nálægt stofuglugganum. Svo nú fer enginn um húsið að framan og það er aldrei opið inní stofu.

Maður skyldi ætla að þeir myndu finna sér annan samastað en þennan fyrst ég eyðilagði með gafflinum góða (þú veist, áður en ég þaut inn, hraðar en ljósið) fyrra búið. Númm, þeir eru að okkur sýnist byrjaðir á nýju búi undir þökunni. HVAÐ á ég að gera í þessu?? Vil þá í burtu að sjálfsögðu.

DSC_0034Þessi vinkona er samt að pakka einum inn sér til ætis og mér til gleði. One down, 999 to go.

DSC_0038Frænkurnar forvitnu fengu stærra útisvæði. Það var alveg þörf á því. Mikið hlakka ég til þegar þær fara að verpa.

DSC_0036

Ræktun gengur sæmilega. Ég verð alltaf jafn fúl og hóta að standa ekki í neinni andskotans ræktun á næsta ári þegar mér sýnist ekkert ætla að vaxa hjá mér. Kínakálið er njólað svo ekki verður mikið úr því þetta árið, það er ekki komið brokkólí ennþá og spínatið er svo lengi að vaxa að ég hef ekki ennþá náð að éta af því. Það var sko ekki svona í fyrra þegar það spratt eins og arfi í sentemeters stóra garðinum mínum í Ásgarðinum. Grænkálið vex að vísu vel og líka fjólubláa grænkálið.

DSC_0039Einmitt mitt í öllu draslinu vex grænkálið vel og salatið líka. Vonandi er eitthvað undir kartöflugrösunum.

Við leigjum líka matjurtagarð af Reykjanesbæ hérna úti í móa. Það er án efa mesta svekkjelsi sem ég hef komist í bara á öllu mínu ræktunarlífi. Í þeirri mold er lítið annað en arfi og elfting. Svo mikið að það er ógerningur að plokka það í burtu. Ég er að tala um að það er eins og það hafi verið þökulagt með arfa og sett mold yfir. Kartöflugrösin þar eru mun minni og akkúrat ekkert kom upp af því sem ég sáði. Sáði samt úr sömu fræbréfum og ég sáði hérna heima við hús. Mig langar ekki einusinni að fara þangað niðureftir til að athuga hvort eitthvað hafi braggast í sólinni undanfarna daga.

DSC_0042

Eina sem er svona nokk að gera sig eru blessaðir tómatarnir. Við erum búin að uppskera alveg heila sirka 10 pínulitla tómata. Ferlega góðir verð ég að segja. Gaman að fara útí útihús og klippa tómata af risavöxnum tómatplöntum. Mér hefur ekki tekist áður að fá tómata á þessar plöntur sem ég hef haft.