Poki sem amma saumaði handa mér, held mikið uppá hann :)

Hver kannast ekki við að hafa byrjað á fullt af spennandi verkefnum, eiga eitt og annað óklárað í poka einhversstaðar eða hafa gert eitthvað ekki alveg eftir uppskrift eða hreinlega bara búið það til frá grunni og gleyma svo að skrifa niður öll mikilvægu smáatriðin sem gera manni kleift að halda áfram með verkefnin eða endurtaka þau?

Ég hef alltaf svakalega tröllatrú á sjálfri mér og held því fram að ég muni muna hvert ég var komin, hvaða uppskrift ég var að nota og hvar hún er geymd og hvaða stærð af heklunál, eða prjónum, ég var að nota.

Raunin er auðvitað sú að ég er kona með margt á minni könnu, eins og allir, og man ekki stundinni lengur hvað ég var að gera og hvað þá þegar ég dreg eitthvað hálf rykugt (djók) uppúr poka sem lá neðst í garnstassinu.

Þessvegna bjó ég mér til svona verk í vinnslu minnismiða. Prenta bara út og skrifa helstu smáatriði á miðann og set með í pokann sem verkefnið er í.

Og hér getur þú sótt skjalið :)