About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Sveiiiiii mér þá…

Fyrr má nú rota en dauðrota, sem var jú gert, glöggir munu muna að ég bauð á gæðaverði breiðbandssímatengi og breiðbandsapparat…er ég ekki bara komin með þriðja svona apparatið heim til mín, þeir eru alveg óðir í að senda mér breiðbandssímatengi og adslhúbbla. Ég á ekki annarra kosta völ en að bjóða það þriðja líka

Ríkissími

Ég veit ekki…ætli svona aðal símafyrirtækjum sé það í blóð borið að rukka öfugt? Flækja málin og gera vesen.

Ég er semsagt búin að sækja um síma alveg, meira að segja búin að deila númerinu með nokkrum stofnunum hér í landi. Það er vika síðan ég keypti heimanúmer og gsm númer…Frelsi í útlöndum orðið glóandi (það

Gsm

Ojojoj
Okkur hefur bara tekist að eyða fullt af peningum í Frelsi í útlöndum reikninginn…vúff.. Ekki er hægt að kaupa danskt númer og nota það í hvorugan símann. Hann er læstur og ekki hægt að opna hann nema fyrir einhverja töfra í Hátækni …á ÍSLANDI… sei, sei.

Það er spurning um að senda þá heim…já eða bara

2017-01-17T13:55:51+01:0020. júní 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , |3 Comments

Nettenging og mííígandi rigning

Við fáum vonandi á föstudaginn net og síma..númerið verður aðeins látið völdu heiðursfólki í té. Það voru hátíðahöld á 16.júní í tilefni af þeim seytjánda. Við fórum ekki bara vegna þess að við eigum ekki regnhlíf, stígvél eða geimbúning til að verjast rigningunni sem var hreint ótrúleg. Hún var nú samt ekkert í samanburði við

2016-03-05T20:12:11+01:0018. júní 2007|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Allur hitinn..

Það er búið að vera skuggalega heitt. Alveg 28 gráður að mér skilst. Það er svo heitt að ormamaðkarnir þrír geta bara ekki verið úti. Þannig að það er hangið inni í „kuldanum“ því það er langtum heitara þar en úti. Ég skundaði í strætó með Helgu í aðra IKEA ferð. Gerði all svakaleg innkaup

2016-03-05T20:10:16+01:0011. júní 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , , , |3 Comments

Ó svo gott veður :)

Hér annan daginn líka gott veður. Við Helga fórum í IKEA og keyptum gardínur og „eitthvað“. Fyrst að brettið kom ekki í dag þá er ennþá allt frekar tómlegt en í gær var Grundlovs dagur sem er frí dagur einhver. Við borðum því á gólfinu og sofum á lánsvindsæng..en erum komin með gardínur, þó þær

2016-03-05T20:06:16+01:006. júní 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Vellir

Hef verið að tæma Drekavelli undanfarna daga. Eiginlega hefur ferlið tekið um 3 vikur, það var einmitt fyrir um 3 vikum sem ég fór fyrst í geymsluna. Þá sá ég eftir að hafa byrjað þar því íbúðin er búin að vera eins og vígvöllur síðan. Það var ekki fyrr en ákveðið var að flýta brottför

2016-03-05T18:00:02+01:001. júní 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , |1 Comment
Go to Top