Dönskumælandi börn og ungmenni reyna að fóta sig í móðurmáli sínu:

Við erum að keyra heim frá Laugarbakka og komum auga á tvo hópferðabíla í röð. Eitthvað sem ég vil kalla bara rútur.

Diddmundur: “hey.. tveir strætóar!” (sagt bara svona uppúr einsmannshljóði og í raun og veru ekki til þess að byrja neinar samræður.

Herforinginn: “já! tvær rúður!”

Geðmundur er með nýjan bíl á heilanum. Þeir sem vel þekkja til vita að það er þá algjört maníu ástand og linnir ekki fyrr en nýr bíll hefur verið fenginn. Þetta getur auðvitað verið bæði kostur og galli, að fá hlutina svona hrottalega á heilann. En hann talar þá gjarnan um að selja Skóduna og fá sér eitthvað annað flottara og meira við hæfi 17 ára flott-drengs.

Ef við förum í gegnum Hvalfjarðargöngin (og hvað er að frétta.. átti ekki að hætta að rukka í göngin?) þá er spurt, öhh.. erum við búin að fara í gegnum gönguna?