Skammstafanir

  • Ísl – fastapinni eða fastalykkja (fp eða fl)
  • US – Single crochet (sc)
  • UK – Double crochet (dc)
  • DK/NO – Fast maske (fm)

Nú er þessi lykkja ýmist kölluð fastapinni eða fastalykkja. Ég tala alltaf um fastapinna, sennilega útaf því að það var orðið sem ég lærði fyrst.

Fastapinninn er heklaður svona: Nálinni er stungið í lykkju, bandið sótt og dregið í gegnum lykkjuna sem stungið var í, þá eru tvær lykkjur á nálinni. Bandið sótt aftur og dregið í gegnum báðar lykkjurnar á nálinni.

Fastapinni - fastalykkja

Hér er fyrsti fastapinninn heklaður í aðra loftlykkju frá nál.

Fastapinni - fastalykkja

Bandið sótt og dregið í gegnum báðar lykkjur á nálinni

Fastapinni - fastalykkja

Búið að hekla fatapinna, næsti myndi koma í næstu lykkju eins og örin sýnir