Prjónaskammstafanir
Hér eru töflur með þýðingum á prjónaskammstöfunum bæði á íslensku og ensku. Engin af töflunum sem hér fer á eftir er tæmandi og skammstafanir eru ekki allstaðar eins. Ég tek gjarnan á móti fleiri skammstöfunum í gegnum tölvupóst.
Þessar upplýsingar er líka að finna á vef Vatnsnes yarn, þar sem ég sel handlitað garn.
Prjónaskammstafanir á íslensku
| Skammstöfun | Lýsing | Skammstöfun | Lýsing |
|---|---|---|---|
[ ] |
Vinnið eftir leiðbeiningum innan hornklofanna eins oft og uppskrift segir til um. | ( ) | Vinnið eftir leiðbeiningum innan sviganna eins oft og uppskrift segir til um. |
| * | Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift sem koma á eftir stjörnunni. | * * | Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift milli stjarna eins oft og upp er gefið. |
| „ | Tommur / þumlungur (2,54cm) | cm/sm | Centimetrar / sentímetrar |
| m | Metrar | mm | Millimetrar |
| S / M / L | Small / Medium / Large : stærðir | L | Lykkja |
| prj. | Prjónið / prjónn | sl | slétt |
| br | brugðið | umf. | Umferð |
| ent. | endurtakið |
Prjónaskammstafanir þýddar úr ensku yfir á íslensku
| Skammstöfun | Lýsing | Skammstöfun | Lýsing |
|---|---|---|---|
| [ ] | Vinnið eftir leiðbeiningum innan hornklofanna eins oft og uppskrift segir til um. | ( ) | Vinnið eftir leiðbeiningum innan sviganna eins oft og uppskrift segir til um. |
| * | Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift sem koma á eftir stjörnunni. | * * | Endurtakið leiðbeiningar í uppskrift milli stjarna eins oft og upp er gefið. |
| „ | Tommur / þumlungur (2,45cm) | alt (alternate) | Skiptast á (td önnur hvor) |
| approx (aproxemately) | Um það bil | beg (beginning) | Byrjun / byrja |
| bet (between) | Á milli | BO / CO (bind off / cast off) | Fella af |
| CA (color A) | Litur A | CB (color B) | Litur B |
| cn (cable needle) | Kaðla prjónn / hjálpar prjónn | CC / c (contrast color) | Andstæður litur |
| cd inc (central double increase:) | Prj. sl. í aftara og fremra band lykkju. Taka upp snúna sl lykkju á röngu með prjóni vinstri handar aftan í bandið fyrir neðan nýju lykkjurnar tvær. | Mb (make bobble) | Prjóna hnút |
| cm | Sentimetrar | CO (cast on) | Fitja upp |
| dpn (doubl pointed needle) | Sokkaprjónar | cont (continue) | Haldið áfram |
| M1 (Make 1) | Prjóna eina lykkju | dec (decrease) | Úrtaka |
| fl (front loop) | Fremra band | M1 p-st | Prjóna eina lykkju brugðið |
| lp(s) | Lykkja(ur) | foll (follow, following) | Sem kemur á eftir/næst |
| LH (left hand) | Vinstri hönd | kwise | Framkvæma eins og slétt prjón (t.d taka eina óprjónaða eins og hún væri prjónuð slétt) |
| g | Grömm | k2tog | Prjóna tvær sléttar saman |
| inc (increasing) | Útaukning | k eða K | Slétt prjón |
| m | Metrar | MC (main color) | Aðallitur |
| mm | Millimetrar | oz | Únsur (mælieining) |
| p eða P | brugðið | pat(s) or patt (pattern) | Uppskrift/ir |
| pop | Poppkorn (spor) | pm (place marker) | Setja prjóna/hekl merki |
| prev (previous) | Fyrri | rem (remaining) | Eftir/ sem eru eftir |
| rep (repeat) | Endurtekning(ar) | rnd(s) / row(s) | Umferð(ir) |
| RS (right side) | Réttan | psso (pass slip stitch over) | Steypa óprj. lykkju yfir |
| p2tog | Prjóna tvær brugðnar saman | sk (skip) | Sleppa / hoppa yfir |
| skp / skpo (slip 1, knit 1, pass slip stitch /over) | Taka óprj, prj. sl, steypa óprj. yfir (úrtaka um 1 lykkju) | sk2p (slip 1, knit 2, pass slip stitch over) | Taka óprj., prj. 2sl saman, steypa óprj. yfir (úrtaka um 2 lykkjur) |
| sl (slip stitch) | Taka óprjónaða | sl1k | Taka óprónaða slétt |
| sl1p | Taka óprjónaða brugðið | sl st / ss | Taka óprjónaða |
| ssk (slip, slip, knit) | Taka tvær L óprj. og prjóna þær svo sl. | sssk (slip, slip, slip, knit) | Taka þrjár L óprj. og prj. þær svo sl. |
| pwise | Framkvæma eins og brugðið prjón (t.d taka eina óprjónaða eins og hún væri prjónuð brugðin) | sp(s) | Bil |
| st(s) (stitch) | Spor | rev St st | Slétt prjón afturá bak |
| tbl (through back loop) | Gegnum aftara band | tog (together) | Saman |
| wiyb | Með garn fyrir aftan | RH (right hand) | Hægri hönd |
| wyif | Með garn fyrir framan | yrn | Garn um nál |
| yfwd | Garn fyrir framan, slá uppá prjóninn | WS (wrong side) | Rangan |
| yo (yarn over) | Slá bandi uppá/yfir prjón eða nál | yd(s) (yards) | Stika(ur) (mælieining) |
| yon (yarn over needle) | Slá bandi uppá prjón |
Ýmis önnur orð sem gjarnan eru notuð í prjónauppskriftum, úr ensku yfir á íslensku
| Skammstöfun | Lýsing | Skammstöfun | Lýsing |
|---|---|---|---|
| armhole | Handvegur | back | Bakstykki/bak |
| back neck | Hálsmál að aftan | buttonhole | Hnappagat |
| cardigan | Hneppt eða rennd peysa | chart | Mynsturmynd / uppskrift með táknum |
| collar | Kragi | edge to edge | Brúnir saman |
| fairisle technique | Tvíbandaprjón | front | Framstykki |
| front neck | Framstykki að framan | garter stitch | Garðaprjón |
| gauge | Prjónfesta / prjónþensla | hemline | Faldlína |
| intarsia technique | Myndprjón | Making up | Frágangur |
| Moss stitch | Perluprjón | Neck band | Hálslíning |
| Rib | Stroff | Shoulder | Öxl |
| Sleeve(s) | Ermi / ermar | Tension | Prjónfesta / prjónþensla |
| Times | Sinnum (hve oft) | Yoke | Berustykki |
Hvað þýðir raglan á ensku?
[…] Prjónaskammstafanir […]
[…] uppskriftirnar eru á ensku, kannski getur þú nýtt þér þýðinguna á enskum prjónaskammstöfunum hér á […]