Ég er með mörg járn í eldinum.. og hef alltaf haft. Mér finnst gott að hafa mörg járn í eldinum. Stundum hefur þessi árátta verið talin galli og það var líka rétt, því þá hafði ég of mörg járn í eldinum. Þú veist, hinn gullni meðalvegur og allt er gott í hófi.

Þetta er einn eiginleika minna sem getur túlkast sem bæði kostur og galli.

Núna hef ég s.s lært að hafa stjórn á því hve mörg járn fara í eldinn. Ég er auðvitað fyrst og fremst stórfjölskyldukona. Ég á 4 börn og það er ekki lítið umstang, því ég rek líka eigið fyrirtæki, vinn stundum auka vinnu og stunda nám í tónskóla og hef nokkur áhugamál sem ég hef mikla ástríðu fyrir og vil stunda.. og geri.

Eitt af því sem mér hafði alltaf langað til að gera var að lesa meira. Ég ELSKA bækur! Bækur eru mesta snilld í heimi. Það er hægt að læra endalaust af bókum. Endalaust.

Audible

Ég fann Audible fyrir 2 árum. Audible er áskriftarþjónusta með hljóðbækur. Maður skráir sig í frían reynslumánuð og fær 2 bækur að eigin vali að hlusta á á því tímabili.

Ég hef hlustað á yfir 40 bækur á þessum tíma. Mér finnst það geggjað. Ég er orðin mun víðsýnni og hef lært um ótrúlega margt og notið þess að hlusta á góðar sögur, skáldaðar eða ævisögur.

Það sem gerir Audible og hljóðbækur svona mikið betra en allt annað er að ég get sett á “play” í símanum mínum og hlustað þegar ég er að hjóla, skúra, úti að ganga. Get líka hlustað í tölvunni og iPad. Og Eiginmaðurinn getur líka hlustað, meira að segja erum við í augnablikinu að hlusta á sömu bókina.

Ef þig langar að purfa Audible geturðu fylgt þessum link. Allar bækurnar sem ég hef hlustað á í gegnum Audible eru á ensku. Mér þykir það persónulega ekkert verra. Vildi óska að það væru líka bækur þar á íslensku.

Þetta byggist á mánaðarlegum greiðslum. Þú greiðir mánaðargjald og færð eina bók að eigin vali fyrir það. Þar fyrir utan geturðu keypt bækur eins og þér hentar. Svo, ef þú kaupir bók og þér líkar hún ekki, þá geturðu skilað henni og fengið þér aðra í staðinn.

Bókasafnið mitt

Þar sem ég er bókstaflega eins og opin bók á þessu bloggi, þá datt mér í hug að ásamt því að deila með ykkur hvað ég er að prjóna, hvað krakkarnir eru að gera, hvað Eiginmaðurinn er að gera, hvernig mér gengur að tæma kornmetið úr skápunum og almennt hvað ég yfirhöfuð er að hugsa, að deila líka með ykkur hvað ég er að lesa, nú eða heyra.

Ég er byrjuð að setja upp bókasafnið mitt hér. Það er líka í valmyndinni efst. Ég er búin að setja inn þrjár bækur, ég ætla að skrifa um þær allar síðan. Þetta mun taka tíma – þú manst.. útaf öllum járnunum sem ég er búin að stinga í eldinn. En þrjár eru komnar inn með link á hvar þær er að finna á Amazon. Ég hef komist að því að bækur um andleg málefni, eðli manneskjunnar og tilfinningar eru bækur sem ég dregst að, en einnig ævisögur núlifandi manneskja og það helst æfisögur leikara.. ég veit ekki hvaðan það kemur!

Smáaletrið

Ég er raunverulegur aðdáandi af Audible, mér finnst það besta uppfinning ever og er app í símanum sem ég nota meira en Instagram og Facebook! Linkarnir sem ég hef sett í Bókasafnið og hér til hliðar eru tengdir nafninu mínu, þannig ef þú ákveður að kaupa eitthvað af því sem ég set link á, fæ ég örlítinn pening. Bara brotbrot af andvirði bókarinnar, ætla að nota það til að kaupa mér fleiri bækur :)