AÐ FITJA UPP

Það eru til margar aðferðir við að fitja upp. Að því sem við komumst næst eru tvær mjög algengar uppfitir sem bera nöfnin húsgangsfit og silfurfit. Einnig eru til hundafit, hekluð fit og skólafit.

HÚSGANGSFIT
..er sú fit sem helst er kennd í handmennt í skólum, sennilega vegna þess hve einföld hún er. Fyrir þá sem hafa ekki lært að prjóna eða hafa eiginlega bara gleymt því þá er best að muna að það er ekki flókið að fitja upp þó það líti út fyrir að vera það.

Stundum er húsgangsfit kölluð teygjufit og hún er talin heppileg þegar notað er garn í fínni kantinum.

Til þess að byrja uppfitina er gerður hnútur á garnið og hann settur uppá prjóninn. Þá er eðlilegt að velta fyrir sér hve langur endinn, sem ekki er í garn dokkunni, eigi að vera. Það fer eftir stærð prjónanna. Hér fyrir neðan er lykkjufjöldi per prjónastærð, svona til viðmiðunar. Alltaf gera ráð fyrir enda til að ganga frá með líka.

 

Prjónastærð Lykkjufjöldi
3 68-72
4 64-68
5 59-63
6 54-58
7 49-53
8 45-49
9 41-45
10 37-41

 

Þegar þú fitjar upp húsgangsfit ætti mantran þín að vera eftirfarandi :

“Undir þumal, yfir vísifingur, sleppa þumal”

Handtökin eru sýnd á þessu myndbandi:

Innan skamms munum við birta leiðbeiningar fyrir:

  • Silfurfit
  • Hundafit
  • Hekluð fit
  • Skólafit