SNÚNINGSLYKKJUR

Snúningslykkjur eru loftlykkjur sem heklaðar eru til að ná nálinni í þá hæð sem þarf fyrir sporið sem á að hekla þar á eftir. Þegar heklað er fram og til baka kallast þessar lykkjur snúningslykkjur en þegar heklað er í hring eru þær kallaðar byrjunarlykkjur / upphafslykkjur.

Þessar byrjunarlykkjur eru oftast taldar sem fyrsta sporið í uppskriftum. T.d ef hekla á þrjá stuðla í fyrstu lykkju umferðar eru heklaðar  þrjár loftlykkjur og tveir stuðlar, talið sem þrír stuðlar.

Síðasta spor hverrar umferðar er oftast heklað í snúningslykkju fyrri umferðar t.d ef verið er að hekla stuðla þá hafa verið heklaðar þrjár loftlykkjur í byrjun fyrri umferðar og er þá síðasti stuðullinn heklaður í þriðju snúningslykkju (s.s 3 loftlykkju af þremur) fyrri umferðar.