LOFTLYKKJA

Skammstafanir:

  • Ísl – Loftlykkja (ll) 
  • US – Chain (ch) 
  • UK – Chain (ch) 
  • DK/NO – Luftmaske (lm)

Loftlykkja er gerð með því að sækja bandið og draga það í gegnum lykkjuna sem fyrir er á nálinni.

Til þess að byrja loftlykkju keðju er búin til lykkja og hún sett uppá heklunálina. Eftir það er bandið sótt og dregið í gegnum hana. Þá er fyrsta lykkjan komin.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla loftlykkjur

Hér er búið að búa til upphafslykkjuna og setja uppá heklunálina. Græna örin sýnir hvernig bandið er sótt og dregið í gegnum lykkjuna á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla loftlykkjukeðju

Loftlykkju keðja, 4 loftlykkjur

Loftlykkju keðja er stundum kölluð loftlykkju umferð og er oft upphafs umferðin í uppskrift. Þegar loftlykkjur eru taldar er fyrsta lykkjan/hnúturinn á nálinni ekki talin með og heldur ekki lykkjan sem er á nálinni.  Loftlykkjukeðjan á myndinni er því með 4 loftlykkjur.