Það er svo furðulegt hvernig minningar koma til manns. Þær mæta bara á svæðið skyndilega. Í dag mætti ein alveg óboðin, eða það var ekkert í kringum mig sem minnti mig á þetta.
Minningin er um forboðinn skáp. Það er á hverju heimili allavega einn skápur sem börn mega ekki fara í.

Ef mín ágætu frænd/systkini sem voru eldri en 3 ára þegar amma og afi fluttu frá Breiða eru að skoða þetta…hver man ekki eftir skápnum í eldhúsinu þar sem var svona í horninu að mig minnir við hliðina á þeim sem var undir vaskinum?? Þar inni var eitthvað geymt, ég veit ekki hvað, því það var náttúrulega bannað að fara í skápinn. Þvílíkir leyndardómar!! Ég man eftir að hafa horft á skápinn löngunar augum. Skápurinn að mig minnir var rosalega stór, þá fyrir aftan hurð hans. Hvað var í honum?

Annað af Breiðabólsstað eins og það situr í huga mér: teppi á gólfinu niðri og upp stigann; svart með grænu, hvítu og rauðu og gulu..rosalegt teppi, langar jójó setur í stiganum, herbergið uppi sem var frekar heitt í, herbergið hans Geira og lyktin þar, GEYMSLAN…vúfff, þar voru nú aldeilis gersemar, öll fötin sem hægt var að klæða sig í og líka ísinn sem var í frystikistunni, vaskahúsið og Lappi og Týra, mjólkurapparatið (ég man ómögulega hvað það heitir, skilvinda? það sem skilur að mjólk og undanrennu og það), afleggjarinn að bænum, túnin sem voru jafn misjöfn og þau voru mörg (eða eru :)), skógræktin (mitt persónulega uppáhald), ég var svolítið skúffuð þegar ég keyrði svo framhjá e-h tíma og sá að skógræktin er pínulítil, áin, gróðurhúsin fyrir ofan HDS og svo náttúrulega HDS. Margt fleira náttúrulega, gæti örugglega skrifað heila bók með því sem ég man þaðan.
Ég er til að fá myndir þaðan ef einhver af mínum dæmalaust ágætu ættmennum hefur akkúrat ekkert að gera og hefur nennu til að skanna myndir og senda mér :)

Rosalega verður maður heimþrár í útlöndum.
Heyrði þetta í útvarpinu og hlandaði næstum á mig af hlátri (HH=Hlanda af Hlátri): Hér er hrós, um hross, frá hrasi, til hrís