SKILMÁLAR

Þessi vefsíða er í eigu Kristínar Guðmunds og netverslunin sem hér er að finna er rekin af Dóttir Webdesign IVS, einnig í eigu Kristínar Guðmunds (seljandi).

Með því að heimsækja síðuna og/eða kaupa eitthvað á henni samþykkir þú (kaupandi/notandi) að vera bundin/n af eftirfarandi skilmálum, ásamt öllum öðrum skilmálum, stefnum og skilyrðum sem nefnd eru hér eða borin fram sem linkur á þessari síðu.

Þessir skilmálar gilda fyrir alla notendur síðunnar. Vinsamlega lestu skilmálana vel í gegn. Ef þú samþykkir ekki alla skilmálana, hefur þú ekki leyfi til þess að nota síðuna né neina þjónustu sem í boði er á henni.

Þú getur alltaf skoðað nýjustu útgáfu af þessum skilmálum hér.

Ég áskil mér rétt til þess að uppfæra, breyta eða/og skipta út hvaða hluta sem er af þessum skilmálum með því að birta færslu þess efnis á þessari vefsíðu. Það er þín ábyrgð að skoða þessa síðu af og til, til þess að fylgjast með uppfærslum og breytingum.

1. Verð

Öll verð í vefversluninni eru gefin upp með þeim sköttum sem eiga við, en án sendingargjalds. Þegar við á, reiknast sendingargjald ofan á verð vöru og endanlegt verð kemur í ljós áður en þú gengur frá greiðslu.

Verð eru birt með virðisaukaskatti (VSK) og með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð geta breyst án fyrirvara.

Þar sem seljandi er með skráða atvinnustarfssemi í Danmörku er fé hirt í dönskum krónum. Þó er að finna gengisbreyti á síðunni sem nota má til þess að sjá verð í íslenskum krónum. Athygli er vakin á því að um smávægileg frávik getur verið að ræða á milli þess sem gengisbreytirinn á þessari vefsíðu sýnir og þess sem síðan sést á bankayfirliti þínu.

2. Greiðslumáti

Tekið er á móti greiðslu með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt PayPal. Einnig er hægt að millifæra.

 

2.2 Varðandi greiðslu með millifærslu:

Þar til greiðsla er móttekin er litið á kaupin sem pöntun. Pantaðar vörur verða sendar af stað þegar greiðsla hefur verið móttekin. Pöntun sem þessi er lifandi í 3 sólarhringa, eða m.ö.o greiðsla verður að hafa borist innan 3 sólarhringa frá því að pöntunin var gerð.

Nauðsynlegt er að setja netfang (sama og var notað við pöntun) eða nafn þess sem pantaði sem skýringu við millifærsluna.

3. Afhending vöru

Vörur sem eru til á lager eru sendar samdægurs eða næsta virka dag með pósti. Vörur sem eru framleiddar eftir pöntun eru sendar á þeim tíma sem gefinn er upp á viðkomandi vörusíðu. Vörur eru sendar með pósti á heimilisfang kaupanda. Um afhendingu á hverju svæði fyrir sig gilda skilmálar Póstsins.

4. Skilafrestur og endurgreiðslur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er komin í hendur kaupanda.

Þetta gildir ekki um rafrænar vörur, sjá grein 5.

Mikilvægt er að kaupandi hafi samband við seljanda símleiðis eða með tölvupósti áður en 14 dagar eru liðnir. Vörum verður að skila til seljanda innan 30 daga frá því að varan var komin í hendur kaupanda.

4.1 Um kaup á rangri vöru:

Hafi kaupandi óvart keypt ranga vöru og vill skila henni, þá hefur hann samband við seljanda og gilda þá sömu tímarammar og í grein 4.

Sendingargjald fyrir endursenda vöru greiðist af kaupanda, sem og sendingargjald sem hlýst af því að senda nýja vöru til hans aftur.

4.2 Um kaup á gallaðri vöru:

Komi upp að vara sé gölluð skal það tilkynnt sem fyrst til seljanda. Sömu tímarammar gilda og í grein 4.

Sendingarkostnaður sem hlýst af því að senda vöruna til seljanda er greiddur af seljanda. Óski kaupandi þess að fá aðra vöru í staðinn, er sendingarkostnaður einnig greiddur af seljanda.

Tekið skal fram að vörur í þessari vefverslun eru handgerðar og handlitaðar (á við um garn). Vegna þessa má reikna með að gæta megi smávægilegs litamunar innan litaholla. Þetta er fegurðin og eðli þess þegar garn er handlitað – þessu ber að fagna og er ekki ástæða til þess að krefjast endurgreiðslu.

4.3 Um endurgreiðslur:

Endurgreiðsla á vöru sem skilað hefur verið fer í ferli þegar seljandi hefur móttekið vöruna.

Seljandi gefur sér 30 daga til að inna endurgreiðslu af hendi.

Rafrænar vörur eru ekki endurgreiddar, sjá grein 5.

5. Rafrænar vörur

Rafrænar vörur teljast, á þessari vefsíðu, vera pdf skjöl. Kaup á vöru sem er rafræn eru endanleg um leið og fullnaðargreiðsla liggur fyrir. Rafrænar vörur fást ekki endurgreiddar nema um gallaða/skemmda vöru sé að ræða.

6. Eignarréttarfyrirvari

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt vöruna að fullu.

Kaupandi má einungis geyma og prenta efni af síðunni fyrir persónuleg not. Þetta á við allan texta á vefsíðunni sem og rafrænar vörur/pdf skjöl.

7. Höfundaréttur

Allt efni á www.skritin.is, þ.m.t texti, myndir, grafík, lógó, tól og uppskriftir eru eign Kristínar Guðmundsdóttur/Dóttir Webdesign IVS, nema annað sé tekið fram. Efni á þessari síðu má deila á samfélagsmiðlum en það má ekki afrita og gefa út undir eigin nafni.

8. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði í samskiptum og viðskiptum. Upplýsingar um kaupanda eru ekki afhentar til þriðja aðila. Kortaupplýsingar fara um örugga greiðslugátt Dalpay á Íslandi.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

9. Öryggisskilmálar

Þessi vefsíða notar kökur (e. cookies) til þess að notandinn fá sem besta upplifun. Engum persónulegum upplýsingum um þig er safnað nema þeim upplýsingum sem þú lætur í té.

Eigir þú reikning á þessari síðu, t.d í sambandi við kaup á henni, getur þú á hverjum tímapunkti skráð þig inn og breytt þeim.

10. Upplýsingar

Fyrirtækið  á bak við viðskipti á þessari síðu heitir Dóttir Webdesign IVS, sem er í eigu Kristínar Guðmundsdóttur. Skrifstofa þess er á Ørestads Boulevard 37c, 2300 Kaupmannahöfn, Danmörk.

Netfang: kristin@skritin.is
Sími: +45 60327992
Vsk númer: DK38077058