ÖMMUHÆLL – opin aðgerð á sokki

Að prjóna ömmuhæl er tiltölulega auðveld aðgerð og hér fer ég yfir hvernig sá hæll er prjónaður. 1Prjónaðu stroff eins og þurfa þykir. Sumir velja að prjóna nokkrar umferðir slétt prjón áður en hællinn er gerður, í sokkunum sem notaðir eru í þessu dæmi prjónaði ég 4 umferðir slétt prjón áður en hællinn byrjaði.

2

Á fyrri sokknum: prjónið aukaband í öðrum lit yfir prjón 1 og 2.  Prjónið svo yfir allar lykkjur eins og venjulega, í þeim lit sem hællinn á að vera, eina umferð. Athugið að byrja á byrjunninni, þ.e ekki halda áfram þar sem frá var horfið með aukabandið (bláa á myndinni).

3Þá kemur aukabandið svona á milli á þessum tveimur prjónum.

4

Hællinn sjálfur er prjónaður þannig að í annarri hverri umferð er tekið úr svona:

  1. prjónn: 1L óprjóuð, 1L sl, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu, prjóna út prjóninn.
  2. prjónn: prjónið þar til 2L eru eftir, prjóið þær sl saman.
  3. prjónn: eins og 1. prjónn
  4. prjónn: eins og 2. prjónn

Þegar helmingur lykkjufjöldans er eftir, er tekið úr í hverri umferð þar til 2L eru eftir á hverjum prjóni, þá er dregið í gegn og lokað.

Hefst þá opin aðgerð á sokki!

5Til þess að prjóna fótinn á sokknum þurfum við að opna sokkinn. Ég hef haft það þannig, til þess að týna ekki lykkjunum, að ég set nokkrar í einu uppá prjónana sínhvorum megin við auka bandið (lykkjurnar sem bláabandið fer í gegnum) og pilla svo aukabandið varlega frá bara svona skref fyrir skref eða öllu heldur lykkju fyrir lykkju.

6

Skiptu lykkjunum á prjónana fjóra, með sama lykkjufjölda og þeir höfðu í upphafi, eins og sýnt er á myndinni, þ.e prjónarnir eiga að mætast í hliðum og á miðjum hæl. Til viðbótar skaltu taka upp 1-2 lykkjur á hvern prjón, í hliðum.

7

Veiðir þær bara svona uppá prjóninn svo það myndist síður gat.

8

Og þá er hællinn tilbúinn og þú prjónar áfram í þeim lit sem fóturinn á sokknum á að vera.

Seinni sokkurinn er prjónaður alveg eins, nema þá er aukabandið prjónað yfir prjón 3 og 4.

knitted socks, heel instructions | Fjarhusid Yarn Store