AÐ HALDA Á HEKLUNÁL

Það virðist vera að það séu tvær aðal aðferðir við að halda á heklunál. Heklið er svolítið þannig að hver og einn gerir eins og hentar honum best, svo það er ekkert rétt og rangt beinlínis, sem er auðvitað frábært! Það er þá annarsvegar að halda á henni eins og á hníf og svo eins og haldið er á penna.

Hvernig á að halda á heklunál

Haldið á nálinni eins og hníf. Bandið liggur ofaná vísifingri.

Haldið á heklunál

Haldið á nálinni eins og penna. Bandið yfir vísifingri og lauslega utanum litlafingur.

Sjálf nota ég seinni aðferðina og sýnist á mjög óvísindalegri rannsókn minni á internetinu að það sé algengari aðferðin. Ég byrjaði að prjóna áður en ég lærði að hekla og hafði þá bandið alltaf vafið um vísifingur eins og þegar maður prjónar, fyrst þegar ég byrjaði að hekla, en svo einhvernveginn á sjálfu sér þá breyttist haldið í að vera með bandið yfir vísifingur og nota svo litlafingur til að stjórna flæðinu, vef bandinu lauslega um litlafingur. Sé einmitt á annarri óvísindlegri rannsókn á netinu að það er algengt hald.

Ég hef líka séð umræður um að heklarar hafi fengið t.d sinaskeiðabólgu, hafi gigt eða einhverja verki í höndum og þá skipt um hald. Þá er eflaust mjög fínt að getað notað báðar aðferðir.