Þarna er Diddmundur í greiðslu, í hann var sett bæði gel og hársprey og svo blásið hárið aftur til að reyna að fá það til að vera einhvernveginn. Það er kannski ekki mígandi fyndið neitt við það.

Það sem er fyndið er litla dýrið þarna fyrir aftan. Hún var að bíða eftir að Sprengjan myndi blása svolítið framan í sig. Fannst þetta hin mesta skemmtun.

Afsakið fjarveru mína í gær. Ég var búin að leggja upp með að blogga á hverjum degi, en þó með 95% varnagla. Ég var nefnilega í Svíþjóð í gær og kom bæði sveitt og seint heim. Ákvað með mér að taka inní dagana sem eru sveittir, seinir og súrir.

Við skruppum yfir sjó og haf til vorra vina í Malmö. Stefndum á að taka lestina sem átti að fara klukkan 20:33. Við hlupum skal ég þér segja og komum niður á pallinn klukkan 20:33 eða sennilega einhversstaðar á milli 20:33 og 20:34. Lestin var stundvísari en við þannig við horfðum á eftir henni. Þurftum að bíða í 20 mín. Sem var ekkert erfitt.

Það sem var örlítið erfitt var að Sprengjan var læst úti og það var búið að lofa henni (og vinkonunni) að panta pizzu og það var bara alveg að loka á pizzustaðnum. Þannig móðirin tók undir sig stökk og hljóp frá Örestad, þar sem lestin frá Svíþjóð stoppar…vegna þess að það var ekki Metró akkúrat þegar við komum, og alla leið heim. Tók kvöldskokk með barn í kerru.

Hér er búið að vera úber rakt og rigning og ekki mjög skemmtilegt sumarveður. Þannig að ég var rennandi blaut og klístruð. Mjög óspennandi. En allt fyrir börnin. Hún náði að panta pizzuna.

Það er alltaf gott að koma yfir til J og V og gott að eiga góða vini. Lúv it!