Eins og frægt er orðið þá fórum við í sumarhús. Á leiðinni til baka ákváðum við Eiginmaðurinn, við ákváðum einróma og án þess að deila því með hinum, að keyra aðra leið heim.

Við keyrðum uppá Mön í gegnum Farey og Bókey. Þegar lýðurinn fór að ranka við sér og alveg bara.. öhh hvar erum við eiginlega og hvað er mikið eftir?, þá ákváðum við að stoppa og teygja aðeins úr okkur.

Stoppuðum við í þessari fallegu fjöru, eða strönd.

Mjög þykkskýjað, enda byrjaði að rigna eftir smá. En útsýnið einhvernveginn var þannig að allt rann saman. Meira að segja þurfti ég að horfa tvisvar á þessa hér fyrir neðan til þess að finna fæturnar á Sprengjunni.

krakkar-a-mon

Mjög fallegt. Ég elska Mön og yfir höfuð sveitina í Danmörku. Það rífur í hjartað núna lönguninn og í raun þörfin til þess að vera við sjó, umvafin trjám og í þögn með fuglasöng.