Er stundum með sítrónu, myntu og gúrku í krukku með vatni inní ísskáp. Það er alveg fruntalega gott.. og fallegt.

Hugleiðing dagsins er þessi:

  • Skipin eru öruggust í höfninni, en þeim var samt ekki ætlað að vera þar.
  • Show up – mæta.
  • Bros

Leimmér að útskýra.

Þetta með skipin

Ég er að hlusta á bók sem heitir Rewire Your Anxious Brain. Hef, ásamt því að heyra fleiri aðrar bækur og með því að fara til þerapista, komist að því að ég veit allt of lítið um heilann og hvernig hann virkar.

Mér finnst það hjálpa að vita að hinn og þessi hluti heilans virkar fyrir hin og þessi viðbrögð og afhverju hann framkallar viðbrögð við hinum og þessum aðstæðum.

Í bókinni er sagt að það sé ekki hægt að lækna ángist, sammála er þerapistinn, en það er hægt að læra að lifa með ángist, eða ég vil meina að það eigi að segja að það sé hægt að lifa af ángist (ok, get ekki séð þessa setningu öðruvísi en að ég sé að meina að ég geti lifað af því að vera með ángist, hehe, en það er ekki það sem ég er að meina, ég meina að ég geti lifað hana af, eins og í “sjúkk, ég lifði þetta af”).

Ég get átt góð tímabil og svo slæm tímabil, eins og með allt. En það að skipin séu öruggust í höfninni fjallar einmitt um að ég geti ekki, á slæmum tímabilum, bara verið í höfninni, ég er ekki gerð til að vera lagt einhversstaðar og bundin föst heldur er mér jú ætlað að vera með og sinna skyldum mínum í lífinu.

Kannski finnst þér erfitt að skilja að ég get haft fleiri skelfingar tilfinningar fyrir hádegi en þú hefur yfir heila lífstíð og ég hafi stundum ekki getu til að vera til. En það er alltí lagi, ég er fegin að þér líður ekki þannig.

Að mæta

Ég hef heyrt margar bækur og lesið mörg blogg og hlustað á marga ræðuhaldara, sem allt fjallar um andlega heilsu eða/og að lifa með heilu hjarta (whole heartedly, er ekki með betri þýðingu í augnablikinu) og allstaðar er talað um að “show up” eða “að mæta” í þeim skilningi að ekkert mun gerast í neinu nema ég mæti. Nú er ég ekki að tala um að mæta á einhvern stað, heldur mæta fyrir sjálfa mig í því sem ég er að gera. Vera til staðar fyrir sjálfa mig, í hvert einasta skipti, í því sem ég er að gera.

Hvernig mæti ég í því sem ég er að gera í hvert skipti. Nú, t.d með því að blogga hér á hverjum degi. Mig langar að blogga, mig langar m.a.s að halda úti 3 bloggum, ég hugsa um það á hverjum degi og nú er ég að mæta fyrir sjálfa mig í því sem ég er að gera. Get ég fengið A M E N!?!

Bros

Ég var að komast að því núna um daginn, heyrði það sennilega einhversstaðar að bara við að setja upp bros að þá einskonar platar maður hausinn á sér til að halda að hann eigi að vera glaður. Hehe, eretta ekki fyndið. Ég er búin að vera að testa þetta hér og þar.

Prufa að setja upp bros. Þegar ég meina setja upp bros er bara að ég lyfti munnvikunum. Ég er ekki að hugsa um neitt gleðilegt eða þannig, ég bara lyfti munnvikunum eins og maður gerir þegar maður brosir og viti menn, það léttir lund!

Það er eins og hausin sé alveg “núgh… bros!?! þá hljótum við að vera glöð…lalllalala”

Ég grínast ekki krakkar. Prufaðu að næst þegar þú ert í fýlu að sitja eða labba um eða keyra eða hjóla eða eitthvað og lyftu munnvikunum, það hefur ótrúleg áhrif.

Einnig, ég er að leysa af í 3 daga í skúringunum í þessari viku, var ég að skúra áðan og fann að munnurinn á mér var alveg að breytast í þurrt hænurassgat, ákvað að hýfa upp munnvikin og viti menn, það slaknaði á  kjálkanum og öxlunum við það!

Ég er farin að halda að bros sé allra meina bót…bara svona eins og kókosolía og engifer.