Mér fannst þetta svo góður dagur. Svaf reyndar ömurlega. Apparentlí dreymir mig svakalega óþægilega drauma þegar það er heitt og svo var Bjútíbína alltaf að vakna. Sennilega líka heitt. Fór því seint á fætur. Við höfum, án þess að ræða það, skipt með okkur verkum. Ég vaki yfir henni á nóttunni en fæ síðan að sofa lengur. Þessvegna fór ég seint á fætur í dag, eða um 10:00. Jaðrar við að mér finnist eins og dagurinn sé bara búinn þegar ég fer svona seint á fætur.

Það er ennþá mega heitt! Svo heitt að það er ekki verandi úti með smábarn. Jú náttlega smá stund en ekki til að fara með á ströndina eða til langdvala úti í sólinni marga daga í röð. Hin börnin sem hér eru, eru sólbrennd svo við vorum innivið mestan part dags.

Fórum út í kringum klukkan 17. Þurfti aðeins að sinna vinnutendum erindagjörðum. Krakkaskarinn kom með og hjálpaði mér eins og þau hefðu aldrei gert annað. Vinnutengdu erindagjörðunum var lokið í kringum 19:30 og gerðum við okkur glaðan dag (og mér til  mikils léttis) og átum Jóa og djúsnum. Ég var á hlýrabolnum allan tíman.

Við skutumst heim. Ég og Bjútíbína fórum inn, það þurfti að þvo af henni mold og fleira sem hún hafði komist í yfir daginn. Skellti henni í vaskinn bara. Fagri og Sprengja voru úti að leika. Ég hafði síðan lofað þeim ís í skiptum fyrir vinnu og ákváðum við að eiga deit við Eiginmanninn í Ismageriet á Kongelundsvej.

Vesturbæjarís og Brynjuís og allir ísar.. piss, miðað við þetta. Sorry, en þetta er bókstaflega besti ís sem við höfum smakkað.

Við lögðum af stað í ísbúðina klukkan 21:30. Ég ennþá á bolnum. Við átum ís og komum heim í kringum 22:30, ennþá á bolnum.

Algjör ró yfir hverfinu, fuglasöngur og logn. Heitt og greinilega allir í sömu erindagjörðum og við, að fara og fá sér ís klukkan 22 á sumarkvöldi. Love it!