KÚLUHEKL

KÚLUHEKL, LEIÐBEININGAR
Í þessu dæmi eru heklaðar kúlur í þéttri röð með bómullargarni og heklunál nr. 3.5, fram og til baka, þannig að úr verður stykki með kúlum á réttunni og beinum köntum.

Lykkjur í mynstrinu:

ll = loftlykkja
fp = fastapinni (fastalykkja)
kúla = 5 opnir stuðlar (5ost). Ath. kúla getur verið gerð úr fleiri eða færri ost.
ost = opinn stuðull
Opinn stuðull er heklaður svona: bandinu er slegið uppá nálina og henni stungið í lykkju, þá er bandið sótt og dregið í gegnum lykkjuna sem stungið var í, þá eru þrjár lykkjur á nálinni. Bandið er sótt aftur og dregið í gegnum tvær fyrstu lykkjurnar á nálinni, þá eru tvær lykkjur á nálinni. Þá er kominn einn opinn stuðull og næsti opni stuðull heklaður eins.

Fitjið upp slétta tölu + 2 ll. Hér fitjaði ég upp 30 ll og svo 2ll = 32.

Upphafs umferð: fp í 2.ll frá nál, fp út umf., 2ll snúa = 30 fp

1.umf: 5ost í fyrsta fp, fp í næsta *5ost, fp* endurtaka frá * – *, 1 ll, snúa.

2.umf: fp út umf. Fastapinnar fara annarsvegar í lykkjurnar sem liggja ofaná kúluspori fyrri umf. og í fp á milli þeirra. 1ll, snúa. = 30 fp

3.umf: fp í fyrsta fp, *5ost, fp* endurtaka frá * – *, fp í síðasta fp, 1ll snúa

4. umf: fp út umf. 2 ll, snúa = 30 fp

Umf. 1-4 eru síðan endurteknar, þar til hæð stykkisins er náð. Í síðustu fp umferðinni (umf. 4) er 2ll sleppt og í staðinn er þráðurinn klipptur og dreginn í gegn.

Leiðbeiningar með myndum.

Leiðbeiningar fyrir heklað kúluspor (bubble stitch)

Byrja á því að hekla fp í aðra ll frá nál og svo út umf.

Leiðbeiningar fyrir heklað kúluspor (bubble stitch)

Opnu stuðlarnir 5 eru heklaðir hver á fætur öðrum í sama fastapinna fyrri umferðar, þarna er kominn einn.

Leiðbeiningar fyrir heklað kúluspor (bubble stitch)

5 opnir stuðlar.

Leiðbeiningar fyrir heklað kúluspor (bubble stitch)

Opnu stuðlunum 5 er lokað öllum í einu með því að slá bandi um nálina og draga það í gegn um allar 6 lykkjurnar á nálinni.

Leiðbeiningar fyrir heklað kúluspor (bubble stitch)

Kúluhekl. Til þess að fá beinan kant koma kúlurnar ekki beint ofaná hvor aðra heldur á ská. Í þessu dæmi eru því 15 kúlur í annarri hvorri röð og 14 í hinum.