Ég prónaði peysu um daginn og áttaði mig svo á að ég á ekki saumavélina ennþá. Tók til góðra dýrra ráða og klippti upp peysuna án þess að hafa saumað í fyrst. Ó MINN GUÐ!

Þetta er geggjað flott peysa og ég klippti hana upp án þess að sauma niður. Ég er í sjokki ennþá síðan í gær.  Auðvitað er ég að nota aðferð til að gera þetta svo peysugreyið rakni ekki bara allt saman upp, en samt… Ó MINN GUÐ!

Ég klippti s.s upp í gær og þori ekki að halda áfram með hana. Sem er ástæðan fyrir að það er enginn prjónaskapur hér í kvöld.

Í staðinn er ég að rembast eins og rjúpan við staurinn að semja nýjan sölutexta á kristingudmunds.is, þar sem ég útlista hvaða þjónustu sá eða sú sem vantar vefsíðu getur keypt hjá mér. Ég byrjaði aðeins á þessum breytingum í morgun, gat svo ekki hætt en er með alvarlega ritstýflu. Ekki af hinu góða.

Hér er síðan búið að rigna eins og ég veit ekki hvað. Búið að vera mjög drungalegt í marga daga.

mynd-af-rigningu

Það er alltaf svolítið erfitt að fanga rigningu á mynd, eins og sést, en þú sérð samt að það er mjög drungalegt. Pabbi, það sem er búið að grafa þarna til vinstri á myndinni, þá fyrir húsinu sem á að byggja þarna, er allt fullt af vatni. Úbbs.

Ég brá þá á það ráð að taka vidjó af rigningunni, sjáðu bara. Þetta var alveg svaka: