tulipana-hekl-tuska

Túlípanahekl- frí uppskrift

Allir þurfa borðtusku, því ekki að hafa hana fallega í flottum litum og skemmtilega að nota? Það væri alveg hægt að spyrja sig hvort það borgi sig að kaupa garn í tusku og eyða svo helling af tíma í að hekla hana.

stjörnuhekl

Stjörnuhekl- mynd af þessu bloggi

Það þarf ekki alltaf að kaupa sérstaklega garn í tuskur, oftast er fínt að nota afganga af öðrum efnum og þá er maður jú að nýta garnið út í ystu æsar.

hekluð tuska

Vöfflutuska, mmm – frí uppskrift

Annað er að tuskugerð er hin fullkomna leið til að prufa nýtt hekl, eitthvað sem maður hefur ekki gert áður, er jafnvel að spá í að gera risastórt rúmteppi úr munstrinu (ég veit nú ekki um risastórt vöfflu rúmteppi, verður maður ekki bara endalaust svangur?)  og fær þarna gullið tækifæri til að sjá munstrið “live” áður en maður hefst handa við stærra verkefni.

ömmuferningur

Tuska úr ömmuferning, sætur kannturinn :) – frí uppskrift

Sumir nota eingöngu handgerðar tuskur, finnst þær endast betur og svo gerir flott tuska og ég tala nú ekki um tuska sem maður kannski gerði sjálfur og er stoltur af, þrifin rétt aðeins gleðilegri.

Tuskur eru síðan fullkomin tækifærisgjöf eða sem svona lítil gjöf með stærri gjöf. Jólagjafir kannski? Tuska getur líka verið þvottapoki og á hann mætt síðan hengja t.d sápu, hvort hún er heimagerð eða ekki, eða baðsalt eða olíu.