TVÖFALDUR STUÐULL

Skammstafanir

  • Ísl – Tvöfaldur stuðull (tvst) 
  • US – Treble crochet (tr) 
  • UK – Double Treble crochet (dtr)
  • DK/NO – Dobbelt stang maske / Dobbeltstav (Dblt stm / Dblst) 

Tvöfaldur stuðull er heklaður þannig: bandinu er slegið uppá nálina tvisvar og henni svo stungið í lykkju, þá er bandið sótt og dregið upp í gegnum lykkjuna sem stungið var í, þá eru fjórar lykkjur á nálinni. Bandið er sótt aftur og dregið í gegnum tvær fyrstu lykkjurnar á nálinni, þá eru þrjár lykkjur á nálinni. Bandið er sótt aftur og dregið í gegnum næstu tvær lykkjur á nálinni, þá eru tvær lykkjur á nálinni.  Bandið sótt aftur og dregið í gegnum síðustu tvær á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla tvöfaldan stuðul

Bandinu slegið tvisvar uppá nálina og henni stungiðí 5. lykkju frá nálinni. Lykkjurnar á milli lykkjunnar á nálinni og þeirrar sem stungið er í eru snúnings- eða upphafslykkjur.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla tvöfaldan stuðul

Bandið sótt og dregið upp í gegn um lykkjuna sem stungið var í.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla tvöfaldan stuðul

Bandið sótt og dregið í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla tvöfaldan stuðul

Bandið sótt og dregið í gegn um næstu tvær lykkjur á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla tvöfaldan stuðul

Síðast en ekki síst, bandið sótt og dregið í gegnum síðustu tvær lykkjurnar :)

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla tvöfaldan stuðul

Tvöfaldur stuðull heklaður, við hliðina á honum eru 4 snúnings- eða upphafslykkjur.