STANDANDI STUÐULL – litaskipti

Allstaðar þar sem heklað er með fleiri en einum lit og stuðlum, hvort það er fram og til baka eða í hring er hægt að sleppa upphafslykkjum í formi loftlykkja ( gjarnan 3 ll ) við litaskipti og hekla í staðinn svokallaðan standandi stuðul.

Hér er sýnt hvernig standandi stuðull er heklaður við litaskipti þegar heklaður er ömmuferningur.

Standandi stuðull við garn- eða litaskipti er heklaður þannig: haldið í endann á bandinu, sláið bandinu tvisvar uppá nálina, stingið nálinni í spor sem á að hekla í  (hér: í ll-bil) og dragið upp lykkju, sláið bandi uppá nálina og dragið í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar á nálinni, sláið bandi uppá nálina og dragið í gegnum síðari tvær lykkjurnar á nálinni. Heklið eitt til tvö spor áður en bandinu er sleppt…bara svona til öryggis :)

Haldið í bandið allan tíman meðan stuðullinn er heklaður

Haldið í bandið allan tíman meðan stuðullinn er heklaður

Standandi stuðull

Sláið bandinu tvisvar um nálina

Standandi stuðull

Stingið nálinni í spor sem á að hekla í, hér ll-bil

Standandi stuðull

…og dragið upp lykkju, sláið bandi uppá nálina og dragið í gegnum fyrstu tvær lykkjur á nálinni, tvær lykkjur ættu að vera eftir

Standandi stuðull

Sláið bandi uppá nálina og dragið í gegnum síðari tvær lykkur á nálinni

Standandi stuðull heklaður, ekki sleppa bandinu alveg strax

Standandi stuðull heklaður, ekki sleppa bandinu alveg strax

Standandi stuðull

Óhætt er að sleppa bandinu þegar eitt til tvö næstu spor hafa verið hekluð