KEÐJULYKKJA

Skammstafanir:

  • Ísl – Keðjulykkja (kl) 
  • US – Slip stitch (sl st) 
  • UK – Slip stitch (sl st eða ss)
  • DK/NO – Kædemaske/Kjedemaske (km)

Keðjulykkja er notuð til þess að tengja saman, enda/loka, hekla saman dúllur og færa nálina til í stykkinu sem verið er að hekla.

Nálinni er stungið í lykkju, bandið sótt og dregið í gegn um bæði lykkjuna sem stungið var í og þá á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla og nota keðjulykkjur

Hér er verið að loka loftlykju keðju með keðjulykkju. Nálinni er stungið í fyrstu lykkjuna…

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla og nota keðjulykkur

…bandið sótt og dregið eins og rauðaörin sýnir, í gegn um báðar lykkjurnar á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla og nota keðjulykkju í hekluðu stykki

Hér er verið að klára stykki eða undirbúa að skipta um lit. Nálinni er stungið í þá lykkju sem tekin er fram í uppskrift, oftast fyrsta lykkja síðustu umferðar og bandið dregið í gegn um báðar lykkjur á nál. Þá er klippt og bandið dregið uppúr lykkjunni, eftir stendur hnútur og stykkinu er lokað.

Ef færa á nálina til í stykkinu eru keðjulykkjur heklaðar í þær lykkjur sem á að hoppa yfir.