HÁLFUR STUÐULL

Skammstafanir

  • Ísl – Hálfur stuðull (hst) 
  • US – Half double crochet (hdc) 
  • UK – Half treble (htr)
  • DK/NO – Halv stang maske / halvstolpe (hstm/hst) 

Hálfur stuðull (hst) er heklaður þannig: bandinu er slegið uppá nálina og stungið í lykkju, bandið sótt og dregið í gegnum lykkjuna sem stungið var í, þá eru þrjár lykkjur á nálinni. Bandið sótt aftur og dregið í gegnum allar þrjár.

Þegar heklað er fram og til baka eða í hring (nema það sé spírall) þarf að hekla snúningslykkjur í byrjun (eða enda fyrri umferðar, tekið fram í uppskrift) umferðar til að fá nálina í þá hæð sem passar fyrir sporið sem er verið að hekla.

Almenna reglan er að tvær ll séu jafn háar og einn hst.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla hálfan stuðul

Hér er verið að hekla fyrsta hst í 2. umferð. Fyrst heklaðar tvær ll (snúningslykkjur), bandinu slegið uppá nálina og stungið í næstu lykkju.

Hér er svo hvernig hst eru heklaðir sem fyrsta umferð á eftir upphafsumferð (loftlykkjukeðja).

 

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla hálfan stuðul

Bandinu slegið uppá nálina og stungið í þriðju lykkju frá nál. Nálinni er stungið í þriðju lykkjuna til að ná sömu hæð í byrjun stykkis og hst er.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla hálfan stuðul

Hér er búið að sækja bandið og draga í gegnum lykkjuna sem stungið var í, 3 lykkjur á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla hálfan stuðul

Bandið sótt og dregið í gegnum allar þrjár lykkjurnar á nálinni.

Leiðbeiningar um hvernig á að hekla hálfan stuðul

Hálfur stuðull heklaður.  T.d gæti næsti hst komið í þarnæstu ll (rauða örin), bandinu slegið uppá og aðferðin endurtekin.