… er hvernig Bjútíbína telur.

Ég er leið yfir því sem gerðist í Frakklandi í gær. Ég er líka leið yfir öllu fólkinu sem er á flótta hingað í áttina að okkur, sérlega útaf því að ég held að því líði eins og þeim sem ákváðu 11.september 2001 að hoppa út um glugga í brennandi byggingu, á hæð númer 100 eða hvað það var, í stað þess að reyna að koma sér niður stigana. Þú veist, það er eldur og brennisteinn fyrir aftan þig og þúsund kílómetra hátt fall fyrir framan þig. Eins og að fá að velja á hvorn ömurlegan máta þú vilt deyja, núna.

Ég er leið yfir að allt þetta sé að gerast í heiminum í dag. Það er eitthvað svo ótrúlega fjarstæðukennt, upplifi ég þ.e. Það er eitthvað svo mikið lúxusvandamál að kvarta yfir því hvað Sigmundur Davíð er að gera á Íslandi.

Ég er samt sannfærð um að hið vonda mun ekki yfirtaka heiminn. Bara að þetta myndi hætta samt.

Uppáhalds bænin mín:

Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér,
ljóma í sálu minni.