Ég held að það sé komið haust krakkar, í alvöru! Í fyrradag ætlaði ég varla að trúa mínu eigins nefi þegar ég fann haustlykt í loftinu. Ekki svo áberandi lykt en var nóg til að ég fékk haust á tilfinninguna.

Nóg um það.

Við fórum að sækja Frumburðinn á völlinn á föstudaginn. Ég reyndi auðvitað að festa atburðinn á filmu. Það gekk misvel.

2016-08-05-22.15.23

Það er sennilega engin leið til að taka almennilega mynd af þessum krakkaormum og því síður Eiginmanninum.

allir-ad-saekja-Gvenda

Sjáðu bara! Endalaus fíbblagangur. Fíbblagangur er samt af hinu góða, það væri sennilega leiðinlegt ef það væri aldrei neinn fíbblagangur. Fíbblagangur. Nei bara ..hehe, gaman að segja fíbblagangur.

Auðvitað er sterkt merki um að haustið sé á næsta leiti þegar það eru ávextir útum allar götur hér í borg. Epli útum allt. Plómur útum allt. Og brómberin sem vaxa á víð og dreif alveg ótrúlega flott. Við skelltum okkur að týna um helgina.

endalaust-af-berjum

Mmmmmmm! Sum auðvitað ekki tilbúin en við ákváðum að taka þetta mun fyrr í ár heldur en í fyrra þegar allir hinir voru eiginlega búnir að týna á undan okkur.

arna-tynir-ber

Bína týndi ber, en samt í fötum. Og talandi um fötur, þá vorum við, ég og hún, ekki með neina fötur, annað en Fagri og Eiginmaðurinn. Hún rak augun í að ég týndi í peysuvasann minn og eins og góðu 3 ára barni sæmir, þá hermdi hún eftir mér. Auðvitað er ekkert mál fyrir mig að týna í vasann og færa svo berin ósködduð úr vasanum yfir í dolluna hjá Fagra. Það gildir ekki það sama um Bínu. Berin sem hún tróð í vasa sína, sem voru örugglega 30 talsins, voru meira og minna orðin að berjasultu í vasanum hjá henni.

Við höfðum orð á því að það væri hægt að gera bara smúþí úr þessu, sem hún greip á lofti og fékk smúþí úr rjóma (laktósafrían auddað), banana og brómberjum þegar hún kom heim… ég er ekki að ljúga en það er það BESTA sem ég hef smakkað, ever!

sindri-tynir-ber

Fagri týndi líka ber, en með mun meiri nærgætni heldur en skriðdrekinn systir hans. Hann er algjört náttúruyndi. Hann unir sér svo vel inná milli trjánna. Ég kannast svo vel við hann. Hann ætlar að prufa að fara í skátana í vetur. Ég held að það sé akkúrat fyrir hann.

eiginmadurinn-tynir-ber

Og Eiginmaðurinn. Hann týndi líka ber. Það er eitt sem þú verður að vita um Eiginmanninn. Hann er svakalega ráðríkur. Hann er ráðríkasti maður sem ég hef á ævi minni hitt. Hann fer samt svo leynt með það að það veit það ábyggilega enginn annar, nema mögulega mAmma Lóa. Allir halda að ég sé skassið á heimilinu því ég er hávær en hann stjórnar, það er bara þannig (engar áhyggjur, ég fýla menn sem stjórna). Hann er svona útaf því að hann hefur meðfædda leiðtogahæfileika, hann náttúrulega svo ótengdur sjálfum sér að hann myndi aldrei viðurkenna það, samt á einhvern undraverðan máta nær hann að vera aðal maðurinn allstaðar og alltaf.

Ég bara áttaði mig ekki almennilega á að þetta er raunverulegt “vandamál” hér á heimilinu fyrr en ég sagði á laugardainn, eigum VIÐ að fara að týna ber og áttaði mig svo á því að það sem ég hafði beðið um var að ég væri barnapían hans á meðan hann myndi vera geggjað æstur og ákafur að týna öll berin í skóginum. Öll berin sem eitt.

Þú sérð það meira að segja á hliðarsvipnum á andlitinu á honum að hann er með stríðsglampa í amk öðru auganu.

Hann varð svo æstur að hann ætlaði meira að segja að ráðast á öll eplatrén í Amagerfælled og týna þau strax, líka þó þau séu ekkert tilbúin og líka þó að við vitum að eplin sem við týndum í fyrra voru svo húrrrrrandi súr að þau voru ekki étandi með nokkru móti. Ég náði að stoppa hann af sem betur fer, á síðustu stundu.

bromber

Hluti af uppskerunni. Við týndum í 14 smúþía (góð mælieining) og svo sauð hann sultu í tvær sultukrukkur.  Sjáiði bara, svo glansandi og ég veit ekki hvað ég á að segja, þrútin af lífi einhvernveginn, svakalega góð. Merkilega við allt þetta er að það eru til sölu kannski 15 brómber, ívið stærri en þessi, í búðinni á 25 danskar meðan þú getur bara labbað út og týnt nokkur beint uppíðig. Klikkað.

Sultan er geðveikt góð, eins og bókstaflega allt sem þessi maður eldar.