Fór út að labba með kroppinn í gærmorgun og heyrði á tal móður við son sinn, sem hefur verið svona 5 ára. Hún sagði: ” hver gang man vælger noget, fravælger man noget andet”

Eða: “Í hvert sinn sem maður velur eitthvað, hafnar maður einhverju öðru”.

Ég hef aldrei hugsað um þetta svona. Eða þú veist, ég veit vitsmunalega séð að það er alltaf um val að ræða en ég hef einhvernveginn aldrei pælt í því að þegar ég vel eitthvað að ég sé að hafna einhverju öðru. Að hafna finnst mér samt vera aðeins of sterkt orð, eins og ég sé að neita einhverju alveg. Ég er nefnilega ekki viss um að ef ég vel eitthvað núna að hitt sem var í boði líka að það verði þá aldrei í boði aftur. Sumt er ekki tímabært fattarðu mig..? og væri þessvegna hægt kannski að velja síðar.

Þetta hefur setið í mér alveg síðan í gærmorgun.

Númm, nóg um það. Ég hef hægt og rólega og smám saman verið að girða mig í brók, bretta upp ermarnar og reyna að koma mér hingað og þangað án þess að vera við það að falla í yfirlið af orkuskorti. Fórum í fyrrakvöld í spontant ferð uppá Frederiksberg (veit.. súper spennandi).

arna-og-eiginmadurinn

Það er bara svo næs að vera úti í kyrrlátu kvöldi. Kannski erum við leynt og ljóst líka að reyna að þreyta playmókallinn á þessari mynd. Hún, eins og annað kvenkyns undan mér sjálfri, er með endalausa orku og ræður sér varla.

arna-og-pabbi-lesa-hrottalegar-sogur

Svo er verið að lesa líka þessa dagana. Dró mín ekki fram blessaðar jesú sögurnar. Ég man mjög vel eftir Trúföstum vinum. Sérlega eftir sögunni um barnið sem var sett í vefaða körfu útí sefið.

Þegar ég heyri þessar sögur núna þá átta ég mig á því að þær eru HRYLLILEGAR! Bara bræður að selja litla bróðurinn því þeir voru svo abbó. Konungsdóttirin getur bara hirt eitthvað barn og fleira og fleira ólekkert. Svipurinn á henni segir kannski allt sem segja þarf.

arna

Síðastliðinn sunnudag fórum við svo í skólagarðinn eftir 3 vikna hlé. Vorum komin svo snemma, Eiginmaðurinn nefnilega hélt að ég myndi ganga hægar en snigill, að við þurftum aðeins að koma við hjá þessum stöngum.

Bína var æst í að vera eins og stóribróðir, sem er, að hennar sögn hennar besti vinur. Reyndar ásamt Skype (hmm), Gavi (afi Gummi = Gavi) og hennar eigins faðir.

sindri

Fagri. Hann, og hin eldri börnin, stækka svo ótrúlega. Ég veit eiginlega ekki almennilega hvaðan á mig stendur vaxtagusturinn í þessum börnum. Það hefur verið ákveðið að hann haldi áfram í myndlistaskólanum í vetur og svo ætlar hann að prufa skátana. Ég held að það sé akkúrat eitthvað fyrir hann.

skolagardurinn

Svo komumst við loksins inní skólagarðana. Maður lifandi! Sjáiði það sem er þarna fyrir miðju á myndinni, svona eins og strá einskonar. Þetta er maís!

blom-ur-gardinum

Við uppskárum helling af góssi. Borðuðum gulrætur beint úr moldinni (skoluðum af þeim fyrst, svona, svona) og þær voru himneskar. Svo er hann búinn að vera að rækta blóm, sem, útaf því að við höfðum ekki komist í 3 skipti, við gátum tekið helling af með heim í vasa.

squass-i-matinn-alltaf

Þetta er uppskera síðasta sunnudags. Við erum örugglega búin með helminginn af kartöflunum og helminginn af gulrótunum. Hvað á samt að gera við allt þetta squass? Eða súkíní eða hvað þetta heitir?

Við erum búin með eitt, það fór í grænmetislasanja, salat, eggjakökurétt og eitthvað eitt í viðbót. Ég hef gúglað hvað er hægt að gera með þetta og rakst á brownie uppskrift og brauð uppskrift.. spurning um að prufa það.

fotbolti

Önnur tilraun gerð til þess að þreyta barnið, eða með öðrum orðum að hleypa úr henni orkunni. Fótbolti þar sem Eiginmaðurinn og hún voru saman í liði og Fagri og Fiðrildið saman í liði. Ég hékk á hliðarlínunni bara, enda hver ætti annars að vera á myndavélinni?
prjonaskapurinn

Og síðast en ekki síst. Þetta er ég að prjóna núna. Ótrúlega spennandi sjal sem er prjónað úr garni sem heitir Einrúm. Þetta er þynnri gerðin af því, eða einband (íslensk ull) spunnið saman við silki. Þessar rendur eru alveg að gera mig brjálaða af ánægju.